Sælt veri fólkið. Ég hef verið í netsambandi við stelpu í Bandaríkjunum síðan í Febrúar, ég var byrjaður að bera einhverjar skrýtnar tilfinningar í garð hennar og síðan eitt kvöldið sagðist hún elska mig og allt small saman. Allt gekk vel, mér leið vel ég byrjaði að fá gott sjálfsálit og ég reif mig upp úr þunglyndinu. Og síðan hélt hún framhjá mér með öðrum gaur og hafði verið að því í dálitla stund. Heimurinn hrundi, ég grét næstum stannslaust í fimm daga, en ég elskaði hana ennþá og hún sagðist ætla að hætta að sjá gaurinn, ég trúði því. Síðan yfir næstu tvo mánuðina þá talaði hún mikið, og ég meina mjög mikið um gaurinn, hann kom upp nokkrum sinnum í hverjum samræðum sem að við áttum, ég fór í rusl, meðan að samræðurnar og neistinn sem að var byrjaði að fara allt til fjandanns.

Það sprakk síðan út eftir þessa tvo mánuði, ég sagði henni hvernig mér leið innanbrjósts, henni fannst það leitt og hætti að tala um hann, en sagðist bera tilfinningar til hans. Þegar ég bað hana um að segja gaurnum þá frá okkur víst að ég hafi heyrt hvað þau tvö hafi verið að gera yfir tvo mánuði stanslaust, þá sagði hún nei, en ég elskaði hana og hélt áfram. Síðan fyrir mánuði síðan þá opnaðist tækifæri fyrir hana að geta KANNSKI byrjað með honum og allt í einu var hún ekki viss um hvort að hún vildi vera hjá mér eður ei. Ég grét meira.

Síðann fyrir viku sagðist hún vilja fara á stefnumót með öðru fólki, og þegar að ég bað um að það yrðu settir taboo hlutir, þá hafði hún þetta að segja “if it happens, it happens” og þá var verið að tala um ekkert kynlíf. Síðan komst ég að því að ástæðan fyrir því að hún vildi opna sambandið var vegna þess að hún var hrifin af öðrum strák.

Ég sendi henn tölvupóst fyrir svona tíu mínútum og sagði henni að sambandið væri búið. Ég bjóst við sársauka, tárum og einhverju, en það kom ekkert enda hef ég fellt nógu mörg tár yfir henni. En allaveganna, mórall sögunnar er að eina ástæðan fyrir því að netsambönd ganga ekki upp er vegna skíthæla sem að þurfa alltaf að taka auðveldu leiðina út úr öllu.