Málið er þannig að fyrir jól kynntist ég strák sem varð mjög fljótt frekar góður vinur minn. Við gátum talað um allt saman og við skildum hvort annað fullkomlega.
Síðan í Mars ákváðum við að prófa samband og allt gekk æðislega. Við vorum ástfangin upp fyrir haus og hann var besti vinur minn. Ég lærði að treysta honum og þorði að opna mig alveg fyrir honum (ég hef aldrei getað treyst neinum áður). Við skemmtum okkur alltaf vel og hjálpuðum hvort öðru ef eitthvað var að.
Og núna fyrir ekki svo löngu síðan þá þurfti ég að flytja burtu í smá tíma og við ákváðum að vera saman og bara þrauka þennan tíma (við vissum ekki hversu lengi það yrði). Fyrstu dagarnir voru hræðilegir, við vorum bæði í rusli og vildum helst ekki gleðjast. Þá kom að því, hann spurði hvort við ættum ekki að prufa að vera vinir. Ég náttla sagði jú því ég virði hans skoðanir og það sem hann vill. 2 dögum seinna sagði ég honum hversu mikið ég saknaði hans og hvað ég vildi fá hann aftur. En hann sagði að það væri ekki hægt. Og þá náði ég því útúr honum að hann bæri ekki jafn sterkar tilfinningar til mín og áður. Ég sagði honum að ég væri að koma en það breytti engu. Ég er enn í sárum (það eru 3 vikur liðnar) yfir að hafa misst þann fyrsta sem ég elska, og það sem meira er, þann fyrsta sem ég treysti.

En það sem mig vantar að vita, hefur einhver upplifað það að vera ástfangin/nn af manneskju og svo hverfa allar tilfinningar snögglega. Mér líður mjög illa yfir þessu og finnst sem ég hafi tapað parti af sjálfri mér.
Hefur einhver hér upplifað einhverju þessu líkt, og ef svo, hvernig komust þið yfir þetta?

Með þökk
Aliaz