Sæl öll sömul!

Hvar eru mörkin á framhjáhaldi? Er það að kyssa einhver eða að sofa hjá? Er það afsökun að hafa verið full/ur? Er það afsökun að hún/hann var úti í öðru landi?

Af hverju heldur fólk framhjá? Ef það elskar maka sinn af hverju er það þá að halda framhjá því? Ef fólk er að standa í því að halda framhjá er þá ekki alveg eins gott að hætta bara með annari manneskjunni?

Persónulega finnst mér ekkert vera nó góð afsökun þegar framhjáhald er annars vegar. En mér finnst þó að ef þetta er bara einn koss sem verður ekki endurtekinn og varð ekki til neins annars vera fyrirgefanlegur ef það var mannekjunni sem er á föstu að þakka að það varð ekkert meira úr því. Þar að segja ef manneskjan stoppar áður en allt fer til fjandans. En að vísu þá er þetta svo misjafnt hjá pörum. Ég vissi um par fyrir 3 árum síðan sem var með svona díl að ef hann fór að skemmta sér án hennar var í lagi að hann kyssti stelpur og öfugt. Þau voru búin að vera saman þónokkuð lengi en eru að vísu hætt saman núna. Svo eru til pör sem fara ekkert nema hitt sé með og ég held að svoleiðis sambönd skemmi bara fyrir sjálfum sér strax, vegna þess að þó svo að manni finnst rosalega vænt um manneskjuna þá verður maður bara stundum að fá að gera eitthvað með einhverjum öðrum.

En alla vegana málið er hvernig skilgreinir þú mörkin á framhjáhaldi? Og svona fyrst ég er að spyrja á annað borð þá væri gaman að fá að vita hvort kynið þú ert?

Kær kveðja Silungur :o)