Ég hitti strák í útilegu síðasta sumar, við urðum strax mjög hrifin af hvort öðru og héldum sambandi eftir ferðina.( Hann býr sko hinum megin á landinu.)

Ég varð bálskotin í honum og gat bara ekki hamið mig.
Ég hringdi í hann eins og vitleysingur og lét hann bara ekki vera, leið svo illa yfir því að geta ekki hitt hann. Svo fann ég að hann var farinn að fjarlægast mig svo ég stakk bara upp á því að við mundum bara hætta þessu rugli og vera vinir. Hann tók því vel og ég hafði samband við hann en hann fór að hætta að svara mér og útiloka mig. Þegar ég spurði hann afhverju sagði hann að hann hefði verið asni að biðja mig um númerið mitt. Ég var bálvond og hafði ekki samband við hann síðan.

Ég hélt að hann væri algjörlega horfinn úr mínu lífi þangað til ég fékk sms frá honum eins og ekkert hefði í skorist og við hefðum verið vinir allan tíman.Ég svaraði honum og komst að því ég mun hitta hann í útilegunni sem ég er að fara í um helgina.

Hvað á ég að gera?
Er ég kanski bara að gera úlfalda úr mýflugu?

kveðja
1313