Ég hef verið að velta fyrir mér ástina og hvernig við “mælum”
hana. Þannig er að ég hef 3 verið ástfangin og átt í alvarlegum
samböndum, ég er í þriðja sambandinu núna og það er svo
allt öðruvísi en fyrstu 2.
Í fyrstu 2 skipti sem ég var ástfangin þá var ég “heltekin” af
hinum aðilanum, hugsaði “hvar hefur hann verið allt mitt líf”,
fundist við sköpuð fyrir hvort annað og allar klisjur í bókinni.
Mér fannst þeir svo fallegir að ég gat horft á þá sofandi og
fundist ég vera heppnasta manneskja í heimi fyrir að hafa þá,
þessi sambönd voru mjög dramatísk, það fyrra var stutt og
það tók mig mjög langann tíma að jafna mig eftir það og það
seinna var langt og erfitt og við hættum saman og byrjuðum
aftur saman oft og ég var mjög óhamingjusöm síðasta árið
en gat ekki sleppt honum, það endaði með að hann fór frá
mér fyrir aðra.
Ég kynntist núverandi kærasta mínum tæpu ári eftir það og ég
var ekkert á því að fara í samband, fór mjög hægt í það og það
byggðist upp smátt og smátt og varð að sambandi, það voru
aldrei “sprengingar og læti” innra með mér, mér þótti bara
alltaf vænna og vænna um kærasta minn þangað til ég
elskaði hann, samband okkar er mjög gott og hann er
yndisleg manneskja sem vill allt fyrir mig gera og virðir mig og
á milli okkar ríkir fullkomið traust, ég hef ekki kynnst því áður í
fyrri samböndum og mér líður vel, fyrir utan það að ég “sakna”
þess stundum að finna fyrir “yfirþyrmandi ást” og ég hef ekki
jafn mikinn ahuga á kynlífi með honum og hinum 2.
Er það ykkar reynsla að maður þroskast uppúr þessari
“yfirþyrmandi” tegund ástar? Ég vil alls ekki sleppa því sem ég
hef fyrir svona asnalega óánægju en ég vil gjarna vita hvort
aðrir hafi lent í þessu?