Jæja það kom að því að maður varð ástfanginn og hélt að allt væri að ganga upp en þá þurfti auðvitað að koma strik í reikninginn. Þannig er mál með vexti að ég kynntist fallegri og skemmtilegri stelpu sem vissi vel hvað hún vildi :) Við erum búin að sofa saman nokkrum sinnum og fannst við vera vel tilbúin í að byrja saman.

Nema hvað ég var að bíða eftir svari um það hvort ég fengi vinnu út í Englandi og fékk það í dag og svarið var jákvætt sem þýddi að ég fengi vinnuna. Stelpan vissi vel að það var möguleiki á að ég myndi fara til Englands að vinna. Það var líka annað strik í reikningnum sem ég var ekki hrifin af ef ég færi ekki út og það er að hún ætlar í skóla á Akureyri í lok águst og ætlar sjálf að fara út í sólina að spóka sig svo mér fannst að við ættum bara að vera vinir því ég hélt að þetta myndi ekki ganga.

Svo áðan sagði ég henni að ég myndi fara út og núna segist hun ekkert vilja vera í vinasambandi né vera í sambandi við mig. Það sem ég vildi vita er hvað ykkur finnst að ég ætti að gera. Á ég bara að gleyma henni eins og henni langar til að gera eða á ég að reyna að hafa samband við hana og gera e.t.v eitthvað illt með því sem ég veit ekki? Við ætlum samt að hittast í kvöld og tala eitthvað saman. Er ekki best bara að ræða málin og sjá hvað hún segir og vinna út frá því? Fara bara að vinna úti og ekkert svekkja sig á þessu því maður græðir ekkert á því. Eða hvað finnst ykkur?

kv vmelsen :)
ég Geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn…..