Hæ, ég er 13 ára. Þegar að ég var 11 ára átti ég fyrsta kærastann minn, eða kærasta og ekki kærasta. Málið er að ég var of feimin til að spurja hann sjálf svo að ég lét vinkonu mína spurja hann (hann var í sama bekk og við) Eftir að ég fór í sveitina (ég fékk sér leyfi til að hæta fyrr í skólanum til þess að fara í sauðburðinn)Hann sagði “já” og ég var mjög spennt og allt en þegar að ég kom til baka þá var hann farinn á Höfn í Hornafirði svo við sáum hvort annað ekki allt sumarið, en ég sendi honum sms….og stundum svaraði hann. Svo kom hann heim og við byrjuðum í skólanum. En hann var eitthvað svo breittur. Og svo birjaði hann að kalla mig tík og hóru og fleirum ljótum nöfnum þegar að aðrir heyrðu til. Svo endaði það þannig að ég bað vinkonu mína að fara og spurja hann hvort við værm enn saman eða, því að mér fannst mjög leiðinleg að Hann skildi segja svona særandi orð við mig. (A.t.h. ég var bara 11 ára á mjög erfiðum tíma, og varð fyrir andlegu enelti af hálfu bekkjabræðra minna). Og þá varð hann öskureiður. Sagði að ef ég vissi ekki með vissu hvort við værum saman þá gæti vinkona mín bara sagt mér að við værum hætt saman frá og með þá. Svo nokkru seinna frétti ég að hann hefði hitt stelpu í Höfn á Hornafirði og væri víst bálskotinn í henni. Ok, ég gleymdi honum. Og nú er ég flutt burt. En ég er aftur byrjuð að hugsa um hann, og ég get ekki gleymt honum. Hvað get ég gert?

Kv.ninas