Sælir hugarar..

Ég er alltaf að skrifa greinar hérna á Rómantík, ég á við fullt af vandamálum að stríða! :)

En málið er það að fyrir 2 og hálfu ári þá greindist pabbi minn með ólæknanlegan taugasjúkdóm, og var það mikið áfall fyrir hann sem er nú bara skiljanlegt. En svo fór hann að vera þyngri í skapi og fúll, sem er ólíklegt honum því að venjulega er hann svo hress og í góðu skapi.
En núna er þetta farið að hafa áhrif á hjónabandið hjá pabba og mömmu. Tvisvar hafa komið smá leiðindaumræður um að skilja, en það lagaðist nú strax.
En svo um síðustu áramót þá kom bara sprengja yfir heimilið, mamma fór að gráta og sagðist ekki geta meir, pabbi væri bara allt annar maður og allt ómögulegt, og þetta hafði náttúrulega líka áhrif á mig, en ég reyndi að hughreysta hana og fá hana til að skipta um skoðun en hún var alveg ákveðin..Og pabbi kom alveg af fjöllum og var alveg í rusli, og mér finnst ekki gaman að segja að þarna sá ég hann gráta í fyrsta skiptið á ævinni.
Þessi áramót voru bara lifandi helvíti í stuttu máli sagt.
En mamma fékk ráð hjá einni góðri vinkonu sinni um þetta mál, og ákvað í framhaldi af því að reyna, en með því skilyrði að pabbi færi að vera léttari í skapi og svona..
Núna nýlega fóru þau tvö í sumarfrí til útlanda og voru alveg alsæl eftir hana, og það sýndist vera að allt léki í lyndi hjá þeim. En núna bara rétt áðan fór mamma að gráta einu sinni enn og var að kvarta yfir þessu, og enn og aftur er ég hrædd um að það komi til skilnaðar.
Ég held að það sé alls ekki til hins betra að þau skilji, þau eru búin að vera gift í tæp 30 ár og bara skil ekki tilganginn við ap kasta því á glæ. Þau eru ánægðari saman, ég meina vandamálin eru til þess að leysa þau, ekki satt??
En ég er samt pirruð út í pabba stundum því að mamma hefur rétt fyrir sér; hann er allt annar maður..hann er eiginlega alltaf fúll, og þegar fólk er að segja frá einhverju fyndnu þá segir hann bara:já já, og brosir ekki einu sinni! Ég veit að svona sjúkdómar hafa áhrif á fólk, en allir hafa við sín vandamál að stríða, og maður á alltaf að einbeita sér að jákvæðu hlutunum í lífinu og takast á við erfiðleikana..

En pabbi er bara í afneitun og tekur ekki mark á mömmu þegar hún talar um að hann sé oft þungur í skapi og pirraður, hún reynir að vera glöð og kát fyrir framan aðra, en það er erfitt þegar fólk tekur eftir því hvað pabbi er eitthvað agalega fúll alltaf..

Og ég vil spyrja ykkur; hvað er til ráða? Ég talaði við mömmu áðan og bað hana að tala við pabba á góðu nótunum og segja frá því hvernig henni líður, og kannski þá tekur hann sig á, ég veit ekki..
En hann neitar að taka inn þunglyndislyf og svoleiðis dót, hann er á móti flestum lyfjum og heldur að það geri honum ekkert gott.. Það er kannski rétt í sumu tilfellum en ekki öllum..

En eins og ég sagði þá eru öll ráð vel þegin, því að ég veit bara ekki hvað á að gera í þessu máli.

Takk fyrir
friend
Ég finn til, þess vegna er ég