hver er munurinn í ykkar augum?

Mín skoðun á fólki skiptist í 5 hópa: fólk sem ég þoli ekki, fólk sem “er þarna bara”, fólk sem “er þarna bara” en mér er ekki sama um, kunningjar og vinir.

ég held ég hafi reyndar frekar sérstaka skoðunn á hvað vinur er, eða kannski hendi ég ekki orðinu um eins og sumir gera
: vinur er einhver sem marr treystir, einhver sem marr veit að hægt er að leita til þegar þörf er á. Þó er engin kvöð á að umgangast vin og stundum hittir marr ekki vin í langan tíma en allt er eins og áður var á endurfundum. Vinur er einhver sem segir beint út “nei ég vil ekki ”þetta“ núna” í stað þess að fara með e-jar afsakanir eða undan á flæmingi en hann segir líka hreint út “ég vil ”þetta“ núna”og marr veit að hann meinar það. Vinur er til staðar án skilyrða eða skuldbindinga, þó að skuldbindingarnar séu þar í raun.
: Kunningji er einhver sem marr hittir oft og “skemmtir” sér með, marr spjallar við kunningja. stundum finnst kunningjum þeir þurfa að afsaka sig ef þeir geta ekki gert e-ð, það eru aðalega þeir sem eru á borderline vinskap, þeir sem vilja vera vinir en eru kannski ekki tilbúnir til þess eða vilja það bara out of pitty. Stundum leitar marr til kunningja ef marr þarf extra hjálp sem vinur getur kannski ekki hjálpað.
:fólkin sem er þarna bara en mér er ekki sama um er líklega það sem flestir kalla kunningja. það er þarna og marr hittir það stundum, oft kunningjar kunningja eða vina. marr spjallar við þá en bíst ekki við neinu af þeim og þeir búast ekki við neinu af manni.

Stundum held ég að ég hafi of háan “standard” fyrir það sem ég kalla vin en ég hef “brennt” mig svo oft að ég þori ekki öðru. Svo er ég líklega pain við “borderline”kunningja þar sem ég vil vita hvar þeir standa, ég hata hálfkák.

Ef einhver kann gott ráð til að ýta svarsýninni og sárindum til hliðar svo hægt sé að líka vel við fólk í stað þess að efast og ýta frá sér þá þygg ég það :)

kv.
IceQueen