Að mínu mati eru íslenskir karlmenn ekki síður rómantískir en aðrir. Helsti munurinn hér að mínu mati er kanski helst fólgin í aðferðunum sem islenskir karlmenn annarsvegar og erlendir hinsvegar nota þegar þeir vilja komast í náinn kynni. Íslensku karlmennirnir tala hreint út og segja hvað þeir vilja sem einhverjum konum gæti fundist einstaklega órómantískt. Karlmenn erlendis fara kanski mun fínna í hlutina og eru mjög rómantískir þangað til að þeir fá það sem þeir sóttust eftir, sem er í langflestum tilfellum það sama og Íslendingarnir. Ég er ekki viss um að þeirra aðferð sé betri. Íslensku karlmennirnir segja allavega hreint út hverju þeir sækjast eftir. Er ekki bara gott að þeir séu hreinskilnir og eru ekkert að breiða yfir það sem þeir vilja með rómantík og rósum og valda svo bara vonbrigðum??