Ég kynntist þessum frábæra strák, sætur, skemmtilegur, með sömu áhugamál og ég og við getum talað endalaust saman.
Málið er að mér finnst við enn bara vera að kynnast, á svona deit-stigi, enda bara búin að vera hittast í svona viku og hálfa.
Hann hinsvegar er kominn með framtíðaráætlun fyrir okkur, farinn að krefjast rosalega mikils af mér og tjá sig um tilfinningar sínar sem mér persónulega finnst bara of snemmt.
Hann vill kynna mig fyrir fjölskyldu sinni og bara allan pakkan. Ég er ekki einu sinni búin að segja vinum mínum frá því að ég sé að deita:P
Þetta er eiginlega bara að verða vandamál, því þetta er að verða algjört turn off.
Mér finnst þetta svo leiðinlegt því annars væri þetta svo frábær strákur sem ég myndi vilja taka mér tíma við að kynnast betur.
Mig langar ekki að særa hann heldur en ég er alveg við það komin að hlaupa bara burt og kannski á ég eftir að sjá geðveikt eftir því.
Hefur einhver eitthvað ráð fyrir mig eða er þetta bara vonlaust…?