Ég skil mig ekki..
Ég er 17 ára og hef aldrei átt kærasta, og var ekki fyrst kysst fyrr en í fyrrasumar og er því mjög óreynd í svona strákamálum..
En þrátt fyrir það þá er ég ekkert ófríð eða þannig, ef ég segi eins og er þá er ég eiginlega svolítið sæt..og ég á alveg vini og svoleiðis, það er bara leiðinlegt að þeir eiga fæstir heima þar sem ég bý :/
En best að koma mér að efninu.. Málið er að ég hef oft haft áhyggjur af því að ég hef aldrei verið á föstu, fundist ég sorgleg og fleira í þeim dúr..Ég veit að ég á ekki að gera það en ég geri það samt oft…Og svo koma tímar þar sem ég er glöð að vera á lausu, þannig að ég er voða misjöfn þegar kemur að þessum málum..
En þið vitið hvað sagt er, ef þú leitar að einhverjum, þá finnurðu hann ekki. Og þess vegna er ég voða róleg í þessum málum.
En það vill bara þannig til að besta vinkona mín á kærasta síðan í fyrrasumar og er alveg voða happy, svo happy að mig langar stundum að kasta upp.. Og er alltaf að segja einhverjar tilgangslausar sögur um hvað hún segir eða gerir oft við hann sem mig langar bara ekkert að vita! En það er samt mjög auðvelt fyrir mig að verða afbrýðisöm, og þetta er eiginlega aðalástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein.
En ég vildi nú bara fá ykkar ráð og skoðanir yfir því hvað ég eigi að gera til að hætta að líða svona, hætta að vera afbrýðisöm og bara hvað ykkur öllum finnst um þetta.
Takk fyrir lesturinn :)
Kveðja, friend..
Ég finn til, þess vegna er ég