Ég hef undafarna daga verið að velta ástinni fyrir mér.. þið hugsið kannski hvað getur 15.ára “krakki” hugsanlega vitað um ást..? Hún er bara barn.. það er kannski alveg rétt en þetta er samt búið að veltast fyrir mér..
Þannig er mál með vexti að ég var að horfa á bíómynd um daginn. Það er ekkert nema gott nema í myndinni kom setning sem er einnhernveginn svona “You can't choose who you love”. Fyrir mér er þetta heilagur sannleikur.. Þú getur ekki valið hvern þú elskar.. en svo fór ég að spjalla við pabba..(við erum svo góðir vinir..)en málið er að ég fór að tala við pabba um þetta.. og ég fór að segja honum að fyrir mér gæti maður ekki valið sér manneskju til að elska.. þá sagði hann mér þetta… það snýst allt um val.. þú GETUR valið hvern þú elskar. Þú getur ekki elskað nema ástin sé endurgoldin..!
Þetta var algjört sjokk fyrir mig.. Hvað þá með eins og strák sem ég hélt að ég hefði elskað.. og er eiginlega viss um að ég hafi elskað..
Var það þá allt tilbúningur eða bara mjög sterkar tilfinningar en ekki ást..? Er ekki hægt að elska nema ástin sé endurgoldin og fá þá sumir aldrei að upplifa ásina..?
Hvað finnst ykkur..?
Ástin er sársauki..