Ég hef mikið verið að pæla í því hvort að karlmönnum finnist kvenfólk vera meira sexý og áhugaverðara þegar þær eru mikið málaðar, í tískufötum, með einhverja svaka hárgreiðslu, rakaða fótleggi og þar fram eftir götunum.

Ég hef líka mikið spáð í það hvort að margt kvenfólk skammist sín svo fyrir sitt náttúrulega útlit að þær gera allt til að breyta því. Þær þurfa að mála sig, fara í ljós, raka á sér fótleggi og undir höndum og andliti, plokka og lita augabrúnir, lita á sér hárið og síðan maka í það alls konar efnum svo það tolli nú örugglega á sínum stað og síðast en ekki síst fara í brjóstastækkanir, varastækkanir og fitusog. Ég er örugglega að gleyma einhverju.

Reyndar stunda karlmenn það alveg jafnmikið að fara í ljós og lita á sér hárið eins og konurnar.

Af hverju gerir fólk þetta? Og af hverju þurfa margir að setja upp einhverja grímu áður þeir fer út á meðal fólks? Maður getur verðið ótrúlega fallegur og snyrtilegur án þess að nota öll þessi aukaefni.

Hlakka til að sjá ykkar skoðanir
Kveðja, Xenia