Er ást þess virði að vera til? Er eitthver manneskja þess virði að lenda í ástarsorg útaf?
Þegar maður hefur lent í ástarsorg er ekkert erfiðara en að byrja að elska aftur, maður villekki lenda í þessum sársauka aftur, þessari tilraun til þess að rífa úr manni hjartað.
Einstaklingurinn sem maður elskaði, hann var lífið, án hans beið manns ekkert, bara tómið. Maður elskar og elskar og gefur allt sem maður getur gefið, en stundum er það ekki nóg.
Síðast þegar ég elskaði e-h fór það ekki vel, hann meikaði þetta einfaldlega ekki lengur og mér hefur aldrei liðið jafn illa, heilu dagarnir fóru í það að gráta, liggja uppí rúmmi og hugsa, allt minnti mig á hann, ég saknaði minnstu smá atriðianna mest, að nú skyldi setan alltaf vera uppi, enginn sem raðaði inní ískápinn einsog hann, alltaf þegar við vorum ein saman fór hann e-h að fikta, ég man svipinn á honum þegar hann þóttist vera hissa, hvernig hann varði uppáhaldshljómsveitirnar sínar, hvernig hann hló, hvað ég elskaði mikið að horfa á hann sofa, hvað það var rétt að faðmann einsog hann væri gerður til að passa inní hendurnar á mér.
Ég gat ekki gert neitt, hann hvarf ekki úr huganum á mér, ég mátti ekki heyra lög sem við höfðum hlustað á saman og þá var ég farin að gráta, ég varð svo viðkvæm að efað fólk sagði að því þætti vænt um mig brotnaði ég bara niður. Það var ekkert líf, hann var lífið mitt, hann var ástæða þess að hjartað í mé sló, að ég andaði, og nú var hann farinn, hvernig átti ég þá að halda lífinu áfram??
Að lokum fór það þó þannig að vinir mínir náðu að draga mig út, hresstu mig við og ég fór að geta lært, hlegið og verið með fólki aftur. En ég hafði engann áhuga á strákum og hef ekki enn, nú er hálft ár síðann við hættum saman og ég hef ekki svo mikið sem kysst annan strák þótt ða ég hafi fengið nóg af tækifærum. En mín spurning til ykkar er sú, get ég eitthverntíman elskað aftur???

Mcwith