Hér koma bara heimspekilegar spurningar. Hvað er ást, hvernig veit maður þegar maður er ástfanginn, er ást eitthvað sem við fæðumst með, eða er ást eitthvað sem maður þróar sjálfur? Hvað er samband, hvað leiðir fólk saman, hvaða orka er þetta sem bindir fólk saman? Er ást til? Hvaðan kom hún? Af hverju er hún hér? Ég veit bara eitt að hún er til? Hvernig veit ég það, ég finn fyrir henni, en hvernig beiti ég henni? Ég virðist að hafa beitt hana rangt, því að ég hef nú aldrei verið í sambandi. Hvernig gerist þetta? Labbar fólk bara upp að hvort örðu og segir: Nú erum við kærustupar. Nei, það held ég nú ekki. Af hverju lætur ástin mig líða þannig að ég vill gera hvað sem er fyrir þann sem ég elska. Þetta er svona fast upp í hausnum á mér og segir mér fyrir verkum. Er þetta geðveiki eða bara plain ást??? Ef þetta er geðveiki, hvernig losnar maður við þetta? Hví særir hún?? Er líka myrrkarhlið á ástinni? Svar: já, það er myrk hlið á ástinni. En hvernig vinnur maður gegn henni?? Þ.A.E.S Ástarsorg og svona?

“The force is with you”

Takk fyrir

Gullbert