olisteini hugari sagði okkur í grein hér fyrir neðan frá því sem hann saknaði við að vera í sambandi. Allt góðir og gildir hlutir til að sakna og er ég honum sammála um flest.

Þetta er þó bara veraldlega aspektið sem hann segist sakna, en ekki neinnar sérstakrar manneskju. Meikar það sens?

Já það gerir það en er um leið fáránlegt.

Ég til dæmis hætti með kærustunni minni fyrir svolitlu síðan, og jú ég sakna allra þessara hluta, og ég sakna hennar líka, en ekki á þann hátt (THE way) og ekki að gera þá hluti er olisteini talar um með henni.

Neistinn var farinn og ég get ekki ímyndað mér slíkt afturhvarf þar sem ég stend núna.

EN við vorum bæði tvö svo hopelessly háð para-tilveru að það tók okkur heillangan tíma og mörg sambandsslit að snúa okkur í sundur.

Það er nefnilega það merkilega við þennann andskota, maður getur viljað svo innilega vera í öryggi og “heil”-leika sambands án þess að hafa neinn í huga til að vera með.

Þessi fíkn á veraldleika sambanda veldur svo því að fólk er að flækjast í tilgangslausustu og grámyglulegustu samböndum af ósjálfstæðinu einu saman.

Þetta þarf fólk líka að reyna að gera upp við sig þegar ástarsorg knýr að dyrum; sakna ég manneskjunar og elska ég hana enn, eða er ég bara svo logandi hrædd/ur við einveru og óöryggi að ég má ekki til þess hugsa að hætta með henni?

Því oftar sem maður svo skoppar úr einu illhugsuðu sambandi í annað, því meira rýrist vilji manns og sjálfstæði, þar til maður að lokum gerir sambandsleit að tilgangi tilverunar.

Eða er það kannski góður og gildur tilgangur?

þarf fólk ekki að reyna eftir fremsta megni að halda í svolítið af sjálfu sér; þeim parti sem finnst gaman að lesa bók uppi í rúmmi í friði, þeim parti sem finnst gott að vakna snemma og stara útum gluggann og njóta þagnarinnar, þeim parti sem vill fá frið frá lýjandi nærveru annara sýnkt og heilagt?

öll fíkn er jú af hinu illa, þar eð hún tekur frá lífinu; tíma, einbeitingu og fjölbreytileika; allar fíknir eru fullkomnaðar þegar þær ERU lífið…og lífið á ekki að vera öryggi, nærvera og maki. Allt er gott í hófi.

Eða er ég að bullshitta?