Ég er að uppgötva að ég á í miklum vandræðum með að höndla ástina, í enn eitt skiptið held ég að ég sé ástfanginn en það er að breytast í kvalarfullt sálarstríð.

Ég hef litla reynslu af samböndum en hef þó kynnst mörgum konum, ekki sýst útlenskum, sem ég virðist eiga auðveldara með að umgangast en íslenskar, einvherjir komplexar þar á ferð. Það hefur nú gerst fyrir mig í nokkur skipti yfir nokkur ár að ég hef orðið mjög hrifinn af stelpum (yfir tvítugt), byrjar bara þægilega með léttu spjalli en svo virðast tilfynningarnar verða of sterkar eða þannig að ég hætti að geta talað við þær þannig að mér finnist eðlilegt.

Það þýðir að ég hef aldrei getað haft mig í að tjá tilfinnigarnar, set upp kalt front og sýni sem minnstar tilfinningar þó ég sé allur að springa að innan. Svo hef ég í raun kæft ástina með einhverjum “skynsamlegum rökum” í raun afskökunum fyrir að gera ekkert og þurfa að opna hjartað. En svo hef ég prófað að byrja samband með stelpu sem ég hafði engan sérstakann áhuga á en gaf séns, og það var frekar auðvelt, bara spila það cool, af því að litlar tilfinningar voru fyrir hendi, en svo rennur það auðvitað út í sandinn líka.

Ég er þokkalega myndarlegur og finn gott viðmót stelpna en samt er sjálfsálitið ekki meira en þetta, nema auðvitað í glasi,(maður hefur ekkert viljað gera úr fáum “one night stands”) kannski er það síðan maður var í skóla og ekki nógu mikið með rétta fólkinu í djamminu.

Og nú er sagan að endurtaka sig, orðinn hrifinn af mun yngri konu á sama vinnustað, tel mig hafa séns þó hún sé mjög flott. Eins og veljulega var ég ekkert upprifinn fyrst en svo var farið út á vegum vinnustaðarins og þó ekki gerðist mikið þá var ég breyttur maður gagnvart henni eftir heimkomuna. Þá var það vandræðagangurinn, reyna að segja réttu hlutina, en þó ég geti röflað um heima og geima við hvern sem er þá get ég varla haldið uppi samræðum við hana án þess að greinileg streitumerki sjáist.

Þó að ég tæki sénsinn þá er höfnun dýrkeypt á vinnustað þar sem margar konur blaðra, og svo er stoltið mikið og erfitt að hitta stelpu reglulega sem hefur hafnað manni.

Mér hefur verið bent á að fara til sála en ég held að það leysi ekkert, ætli það séu til lyf við þessu ?