Ok ég skrifa hérna inn því að ég er í alveg hræðinlegum vandræðum!

Ok staðan er þessi. Ég var með strák fyrir 2 árum í svona 3 mán. það gekk bara allt rosa vel og okkur leið bara rosa vel saman. Og síðan sváfum við saman eftir að vera búin að vera saman í rúman einn mánuð. Það var fysta skipti hjá okkur báðum.
Nema það að stuttu eftir það, í eitt skiptið sem að ég fer að hitta hann, er hann eitthvað rosa furðulegur í háttum. ‘Eg spyr hann út í það og hvað sé að og svona og næ upp úr honum að hann sé að pæla í hvort að þetta hafi ef til vill farið of hratt hjá okkur. Ég fæ alveg geðveikt samviskubit því að það var svona eiginlega ég sem að stakk upp á því að við gerðum eitthvað og held að ég hafi neytt hann eða eitthvað en hann tók nú samt bara mjög vel í það á þeim tíma sko???

Anyway þannig að hann lagði til að við tækjum brake en í rauninni hættum við bara auðvitað saman. Síðan hitti frænka mín hann með vinum sínum á djamminu svona viku seinna og hann sagði við hana að hann sæi geðveikt eftir þessu og að hann langaði í mig aftur.
Það varð einhvern vegin aldrei því að ég varð leið á að hlaupa á eftir honum, því að hann var alltaf að gefa mér alveg rosalega undir fótinn en hörfaði síðan til baka ef að ég fór líka að gefa honum undir fótinn. Síðan byrjaði í öðru sambandi og tíminn leið.

Í gegnum tíðina hefur hann alltaf verið að gefa mér undir fótinn þar sem við hittumst og gefið MJÖG í skyn að hann vilji vera með mér en um leið og ég kem eitthvða til móts við hann í þeim málum þá hörfar hann til baka!!??? Hann tekur stundum utanum mig og kyssir mig. Oftast þegar að hann nær mér einni en stundum inni á meðal fólks sem að við þekkjum! Og síðan bara lætur hann eins og ekkert hafi gerst! Brosir oft til mín eftir kossinn og svona og fer síðan að tala um daginn og veginn bara!

Nema það að í gær hitti ég hann á djamminu og hann gerði það sama. Kyssti mig bara eins og ekkert væri, remingskoss á munninn og tók utanum mig. Hann var búin að drekka smá en ég var etrú. Ég talaði við hann um að fá svolítið lánað hjá honum og hann ætlaði að hringja þegar að hann væri hættur að djamma og komin heim.

Hann hringir síðan og þar sem að klukkan var orðin margt, ákveð ég bara að fara heim af djamminu og koma við hjá honum í leiðinni.
Nema það að hann bíður mér inn og spyr hvort að einhver sé fyrir utan í bílnum að bíða eftir mér. Ég neita því og hann svona hallar útidyrahurðinni smá. Síðan spjöllum við og eftir smá spjall, kveð ég. Þá hallar hann sér að mér, tekur utanum mig, kyssir mig og kyssir svona niður hálsinn á mér. Ég bara veit ekkert hvað ég á að gera þannig að ég bara stend þarna! :S Þetta gerist allt rosa fljótt.
Hann er með stelpu en ég er rosalega hrifinn af honum þannig að ég var í geðveikri togstreitu en auðvitað gerði ég ekki neitt.

Nema það, að til að breiða yfir vandræðalega þögn þegar að hann hættir (veit ekki hvort að það voru viðbrögð mín sem að ollu því eða hann ætlaði sér hvort eð er ekki að gera meira???), fer ég að spjalla. Kveð síðan aftur og þegar að ég var að fara útum dyrnar tekur hann smá í mig og kyssir mig aftur! Ég
geng að dyrunum og hugsa um hvað mig langi að vera með honum en að hann sé með stelpu. Alla vega ég dríf mig út. Eina rétta í stöðunni. Og núna er bara mælirinn hjá mér fullur. ’eg bara skil hann ekki! 'Eg er búin oft að spyrja hann hvað það er sem að hann vilji og hann segir bara vináttu.

Það sem að mér dettur helst í hug er að ég var í sambandi með einum strák sem að hann þekkir en ég vissi ekki að þeir þekktust. En ég efa samt að það sé útaf því sem að hann sé svona furðulegur. Samt veit ég auðvitað ekki fyrir víst. Þeir voru mjög góðir vinir þegar að þeir voru yngri en fóru síðan í sitthvorann framhaldsskólann þegar að foreldrar hins stráksins fluttu og misstu svona eiginlega sambandinð en endurnýjuðu síðan vináttuböndin seinna.
Anyway. Ég er algjörlega ráðþrota. Ef að einhver gæti hjálpað mér þá væri það alveg frábært því að ég er algjörlega ráðþrota. Vona að þetta sé ekki of ruglingslega sagt frá…ef svo er þá getið þið bara spurt mig um einhver vafaatriði…