Sælt veri hugafólkið.

Ég ákvað að skrifa inn littla grein sökum þess hversu þessi skoðunarkönnun sem ég var að taka þátt í kom mér á óvart. Ég hef skilgreint ástæðuna fyrir sjálfum mér afhverju þetta er og vil deila því með ykkur hinum hérna.

Ég tel að ást sé voðalega misskildur hlutur og fólk sækist svo eftir að finna fyrir henni að það að það skapi sína eign ást í staðinn fyrir að upplifa hana í hennar sönnu meiningu. Þekki marga sem hafa orðið ástfangna af því að vera í sambandi í stað fyrir að vera hrifinn af mennskjunni sem það er í sambandi með. Fólk með voðalega sterkar skoðanir um hvernig ástarsambönd eiga að vera og streitast og streitast til að skapa þessar aðstæður með næstu persónu sem þær hitta.

Losti er eitthvað sem fólk finnur reglulega fyrir. Losti er eitthvað sem fólk er mjög duglegt að misskilja fyrir ást. Losti er sjúkleg hrifning af persónu og er yfirleitt mun meira líkamleg heldur en andleg. Einnig er losti skilgreint í grein sem ég las í helgarblaði DV ekki fyrir það löngu sem fyrsta stig ástar. Sönn ást kemur ekki fyrr en í þriðja stigi og það er stig sem ekki allir ná á en flestir halda að þeir hafa farið á. Næsta stig er mikið umhyggja og fólk er yfirleitt að flýta sér svo mikið að það skapar þessa tilfinningu úr þunnu lofti í staðin fyrir að bíða og láta þetta ganga sinn veg. Til þess að komast upp á þriðjastig þarftu eitthvað sem var ekki almennilega náð að skilgreina í þessari grein og skil ég það vel því að ég hef verið á þessu stigi. Ástin er eitthvað sem ég trúði ekki á fyrr en ég lennti í henni sjálfri. Ég sagði alltaf eins og sá raunsæisstefnu maður sem ég er að þetta væri allt eitthvað líkamlegt en ástin var mun raunverulegri heldur en mig hefði nokkurntíman grunað. Þetta er sú ást sem getur haldið lífi í sambandi í gegnum erfiðustu tímana. Hjá mér gerði hélt þetta svo sannarlega lífi í mínu sambandi í gegnum erfiða tíma. En svo voru bara búnir að vera alltof miklir efrifðir tíma og sambandið var að draga okkur niður til helvítis. Á tíma sem þú ert virkilega ástfanginn geturðu haft losta til persónu af því kyni og kynjum sem þú hrífst af en þú getur ekki virkilega elskað meira en eina manneskju í einu. Allaveganna getur ekki verið sönn ást.

Ég ætla líka að benda á einn hlut. Það er mjög ólíkt að elska manneskju og að vera ástfanginn af manneskju. Tveir mjög ólíkir hlutir. Sökum þess hversu mikið ég virði orðin “Ég elska þig” hef ég farið út í þetta af mikilli varkárni og segi þetta ekki nema ég virkilega meina það. Ég hef hingað til bara sagt þetta við eina manneskju og ég skammast mín ekkert fyrir það að segja að ást er ekki eitthvað sem dofnar fljótt. Ég elska þessa persónu enn en ég er ekki ástfanginn af henni. Alveg eins og ég elska systur mína en er ekki ástfanginn af henni. Þannig að það er hægt að elska fleiri en eina persónu en bara hægt að vera ástfanginn af einni í einu. Hinsvegar getur lostinn átt við marga í einu það er ekki eins mikil tilfinningarleg skuldbinding.

Ég vona að fólki finnst þetta röfl í mér vera athygglisvert. Njótið lífsins.

- Qauzzix