Góð vinkona mín sem er með mér í skóla og er ári yngri en ég er með einum af vinum mínum. Við erum bæði hluti af litlum hópi og erum öll góðir vinir. En nýlega hefur mér fundist að hún haldi að við séum aðeins meira en góðir vinir. Ok allt í lagi við gerum stundum grín um að við erum eitthvað meira en við erum en það var alltaf gert í mesta gríni. Mér finnst eins og hún sé að reyna við mig hvern einasta dag. Alltaf að reyna að komast með mér á rúntinn og á hverju einasta balli er hún komin utan í mig, jafnvel þó að kærastinn standi aðeins í tveggja metra fjarlægð. Þessi stelpa er alveg flott og allt það en hún er með vini mínum. Ætti ég að segja stráknum hverju hann er með??