góðan dag hugarar.

ég kem stundum hingað inn á huga og skoða ýmsar greinar, greinarnar hér á “rómantík” eru oft minnimáttarkenndar greinar. ég tek oft eftir því, fólk er oft feimið og þorir ekki að segja stráknum/stelpunni sem það er skotið í frá því ýmist vegna þess að persónan er góður vinur eða að sá feimni heldur að hann eigi ekki séns í viðkomandi.
ég var eitt sinn í þeirri stöðu, bæði það að ég vildi ekki fórna vináttunni og það að ég hélt ég ætti ekki séns í hana enda hef ég aldrei séð mig sem neitt augnayndi ef þið skiljið hvað ég á við. ég hef meiraðsegja skrifað grein um þetta svipaða umræðuefni áður og hana er að finna hér:
http://www.hugi.is/kynlif/greinar.php?grein_id=48 599

ég var orðinn mjög djúpt sokkinn í leiðindi og var ekki oft glaður. held ég hafi verið með smá vott af þunglyndi, ég er ekki viss, til að ýna hversu langt niður dreginn ég var þá ætla ég að birta ljóð hérna sem ég samdi:

Ekki neitt…

ég,
ég er lítið, ég er minna,
ég er ekkert.
Ég er afgangur af strokleðri,
sem dettur af eftir notkun…
Ég er strokleðrið sem liggur á borðinu,
sem enginn tekur eftir…
Ég er strokleðrið sem ýtt er á gólfið,
þar tekur enginn eftir mér…
mér er sparkað, ýtt og stigið á mig,
þar til að ég festist í tyggjóinu undir skónum þínum,
ég dett af í götuna, þar sér mig enginn…
þar tekur enginn eftir mér.
ég er strokleðrið sem liggur í skítugri götunni,
í rigningunni, aleinn,
enginn sér mig.
ég berst með rigningarstraumnum,
í áttina að holræsinu,
ég get ekki stöðvað mig,
lendi í skítugu vatninu,
byrja að leysast upp í eiturefnum,
smám saman minnka ég, ég hverf,
nú er ég orðinn að minna en ég var,
ég er loft,
ég er… ekkert….



þetta samdi ég í skólanum, ég á alveg vini í skólanum, og hérna heima, en ég var bara orðinn svo niðurdreginn, að hluta til útaf hrifningunni á þessarri stelpu sem ég hélt ég myndi aldrei fá.
svo kom upp á daginn að ég frétti að hún væri smá hrifin af mér, ég var (og er enn) mjög feiminn og þorði varla að gera neitt, við töluðum um þetta í sms og e-mail og ætluðum að láta reyna á þetta, mér tókst einhvernveginn að opna mig fyrir henni, gleymdi feimninni og þetta fór að rúlla smám saman, reyndar mjög hægt og brösulega til að byrja með og héldum við á tímapunkti að okkur væri bara ekki ætlað að vera saman, við vorum bæði svofeimin að við þorðum ekki að kyssa hvort annað. eitt kvöldið þegar við kvöddumst þá datt mér ekkert í hug að segja og þorði ekki að kyssa hana og það var vandræðalegasta augnablik sem ég hef upplifað á ævinni, eftir það þá vissi ég hvernig aulunum í bíómyndunum leið þegar þeir gerðu eitthvað vitlaust :(
en svo fór ég á ball með uppáhaldshljómsveitinni minni, sálinni hans jóns míns, og vorum við búin að lofa hvort öðru að hittast þar, og tala um málin. ég hitti hana en við töluðumst lítið. ég tók kjark í mig og það fyrsta sem ég gerði var að kyssa hana, restin af ballinu fór ekki í það að tala eða dansa (eða jú, smá), heldur eyddum við öllu kvöldinu í að kyssast (já ég veit, væmið og örugglega hundleiðinlegt ;))
eftir það höfum við verið saman, og virðist allt vera að blómstra. við erum mjög hamingjusöm og get ég varla hætt að hugsa um hana, einsog núna, núna á ég að vera að lesa undir próf en ég er hér að reyna að koma þessu frá mér.

en það er komið babb í bátinn :( hún er að fara út sem au-pair í eitt heilt ár í haust ); hún sagði það vera eitthvað sem hana hefur alltaf dreymt um. og við höfum talað um þetta nokkrum sinnum og alltaf kemur það sama upp á, hana langar mjög að vera hérna heima hjá mér, veit ekki alveg hvað hún á að gera, eitt ár er dágóður tími, spurning um hvort það sé of mikið!? hún hefur oft spurt mig um hvað ég vilji, ég svara alltaf því að ég vilji auðvitað hafa hana hér hjá mér en ég sé ekki það eigingjarn til að skemma draum hennar um að fara út sem au-pair. auðvitað vill ég hafa hana, meira en okkuð annað. mig langar svo til að biðja hana um að hætta við en vill ekki eiðileggja þetta fyrir henni, vill heldur ekki segja sannleikann og segja henni að þetta gæti vel eyðilagt það sem við höfum nú í dag. vill ekki láta hana fá þá pressu á sig. ef hún vill frekar fara út þá gerir hún það, það er einfaldlega hennar ákvörðun.
og jú auðvitað langar mig til að vera eigingjarn og biðja hana um að vera hjá mér, en ég hef ekki kjarkinn í það.
ef hún fer út þá á hún eflaust eftir að finna einhvern annann strák, hvort sem hún á eftir að segja mér frá honum eða ekki, við höfum talað um þetta, ætlum að vera í bandi reglulega og tala saman, en ég veit ekki hvort það nægi henni í eitt heilt ár. ég get fullvissað ykkur og hana um það að ég á eftir að geta beðið eftir henni í eitt ár, ég hef viljann í það, og hún eflaust líka,
ég á ekki eftir að vera í erfiðleikum með það, hef verið hrifinn af henni frá í 9. bekk (og er nú í 2. bekk í framhaldsskóla)
en spurningin er hvort það verði eins þegar hún kemur til baka :/

ég vildi bara koma þessu frá mér og ekki væri verra að fá einhver ráð. hvað ætti ég að gera? hefur einhver lent í einhverju svipuðu?

ég vill líka benda ykkur með smá minnimáttarkennd að sætta ykkur við hvernig þið eruð, og látið feimnina ekki stoppa ykkur, hún stoppaði mig í 3 ár og ég dauðsé eftir því að hafa ekki byrjað með stelpunni fyrr!!! :)

öll ráð vel þegin…

kv. Hugge