Sælt veri fólkið.
Ég veit í raun ekki alveg af hverju ég er að skrifa þetta hér en verð eiginlega að koma þessu frá mér. En svoleiðis er mál með vexti að ég er geggt hrifin af strák sem er tvem árum yngir en ég, hann er 17 og ég 19. Við erum búin að þekkjast geggt lengi, en við æfum sömu íþrótt og höfum gert það í 7 eða 8 ár. Svo var það í haust að ég byrjaði í kór og þá komst ég að því að mamma stráksins er með mér þar. Hún sagði mér það svo fyrir 6 mánuðum að ég væri óskatengdadóttir hennar. Mér fannst þetta nottla skondið og brosti bara að þessu. En svo tók ég eftir því að hún meinti þetta, hún lét allavegana svoleiðis og talaði alltaf um tengdadótturina og soninn????
En eftir það höfum ég og strákurinn farið að tala mun meira saman. Ég er alveg geggt feimin og það nær meira að segja það langt að ég hef aldrei verið með strák áður og finnst það alveg ömurlegt, því allar vinkonur mínar eru á föstu. En allavegana svo núna loksins fyrir svona 2 mánuðum þá sendi ég honum sms og spurði hvort hann nennti í bíó en hann komst ekki :-(
Svo núna um páskana þá var ég ekki í bænum og mætti ekki á æfingar, þá fórum við að tala saman í gegnum sms og svona. En fyrir páska var ég búin að spyrja hann 2–3 x hvort hann nennti með mér í bíó en alltaf var hann upptekinn.
Svo núna erum við búin að tala saman á hverjum degi í gegnum sms eða msn, en við gætum aldrei tala svona við hvort annað bara svona augliti til auglitis. En aðalmálið er það að ég veit ekki hvort hann hefur áhuga en hann sýnir það þegar við erum að spjalla saman en um leið og ég spyr hann hvort hann nenni með mér í bíó eða eitthvða annað kemur alltaf það að hann er upptekinn eða þá að hann komist ekki (aðallega þá út af lærdóm).
En þá er það annað, mamma hans hefur eiginlega alveg hætt að tala við mig, þegar við hittumst á kóræfingum, þá sérstaklega núna eftir páskana og eftir að ég og hann fórum að tala svona mikið saman. Samt hefur hún áhyggjur af því að ég sé ekki að læra fyrir próf og bara svona “mömmuáhyggjur” sem allir hljóta að kannast við. Ég get eiginlega ekki skilið þetta, svo var það oft í vetur að “tengdadóttirin” (ég) og sonurinn (strákurinn) værum að keppa saman, sem var rétt, og okkur gekk alveg rosavel. En málið er það að það var alltaf talað um tengdadóttirina. Þótt svo að við vorum ekki og erum ekki saman. Nú halda það flest allir í kórnum að við séum saman.
Núna um daginn (fyrir páska) þá var kórinn með tónleika og nokkrir fóru á kaffihús þ.m.t. ég og mamman. Þá sagði hún það eftir nokkra bjóra hjá sér (ég var á bíl). að ég væri skotin í stráknum fyrir framan hálfann kórinn og ég nottla roðnaði og varð eins og epli. En sagði ekkert og ég vissi það alveg að þetta var satt og rétt.
Málið er því það, á ég að hætta að spyrja strákinn hvort hann nenni í bíó, því hann segir alltaf nei, eða á ég að halda því áfram????????? Og ef ég held áfram, þá að eiga það á hættu að mamma hans tali ekki við mig……. Hún er nebbla svo góð og hefur reynst mér rosalega vel með sum mál í kórnum (persónulegt og kemur þessu máli ekkert við). Mér finnst þetta nebbla koma solleiðis út að ég eigi ekki að tala við strákinn en samt er mamman búin að panta mig sem tengdadóttur, en hættir jafnframt að tala við mig um leið og ég fer að tala mikið við strákinn.

Vonandi skilst þetta almenninlega, er kannski solldið ruglingslegt.
Kveðja schumi1