Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað meirkilegt enn ég verð að fá svar… sérstaklega frá strákunum.
Sko fyrir nokkrum mánuðum var ég með strák. Ég var hrifin af honum en veit ekki hvort hann hefur einhvern tíma verið hrifinn af mér. En allavegana við vorum saman í 2 mánuði og ég held að hann hafi hringt í mig 2 mesta lagi 3 á meðan þessu sambandi stóð. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera svo ég hætti bara með honum.
Núna er ég að “hösslast” með gaur sem er búinn að segja mér hvað ég væri falleg og allt það. Ég er náttúrulega mjög ánægð með það og held að sé aðeins hrifin af honum en málið er við hittumst um daginn og vorum að tala lengi saman, svo lágum við saman á rúminu og hann fór aðeins að strjúka mig og þannig svo þurfti ég að fara og hann fylgdi mig heim. Þegar við vorum næstum því komin heim til mín spurði hann hvort hann getur ekki fengið kveðjukoss. Ég kyssti hann og fór mjög ánægð heim. En núna er ég ekki viss hvort eitthvað sé í gangi því að hann er ekki búinn að hringja í mig einu sinni né senda sms né neitt. Hvað í fjandanum á ég að halda??? Reyndar hringdi ég í hann og spurði hann hvað hann væri að gera og af hverju hefur hann ekki hringt þá kom hann með afsökun um að það er svo mikið að gera hjá honum og blabla. En það er jafn mikið að gera hjá honum og mér. Og núna kemur spurningin… Eru allir strákar svona??? Nenniðið ekki að hringja í stelpurnar eða eruði að biða eftir því að þær hringja í ykkur eða hvað í fjandanum??? Plís nennir einhver að segja mér hvað er málið…