Ég hef verið með soldið mörgum strákum sem að ég hef haldið að ég elska en þegar uppi er staðið, þá elska ég þá ekki, bara svona held það. En núna þá er ég með strák sem að er með mér í bekk, við erum búin að vera saman í rúmar 4 vikur, ég dýrka hann, nema eina vandamálið er að ég hef eiginlega of lítinn tíma fyrir vinina mína, ég er alltaf á æfingum eða með honum, það er svona eins og vinkonur mína skilji mig ekki, um þetta mál.
Ég veit að kærastar koma og fara, en ég get ekkert sagt við hann, bæbæ ég vill þig ekki, svo bara vil ég það ekki því ég elska hann svo mikið, það er ekki hægt að komast yfir það, bara ekki fræðuilegur möguleiki.
Í gær þá var ég heima hjá honum í svona “rómó” kvöldi, ég lá hjá honum í rúminu (fullklædd), og varb að tala við hann, þá fór hann allt í einu að fitla einhvað við mig sem hafði alldrei gerst áður, þetta kom þess vegna framan í mig eins og blaut tuska, en getur þetta verið byrjun á góðu samabndi?? eða bara venjulegu?? eða slæmu? ok, fitla ég meina, að fara inn á mig, kyssa allvöru kossum, og bara verða frekar æstur (graður).
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá