Jæja nú byrjar smá saga…

Ég er búin að vera með gæja í næstum 2 ár. Við byrjuðum hægt á stað og kanski erum við enn dáldið hæg meðan við marga. Málið er að ég á 2 börn og er því einstæð móðir eins og það er kallað. Ég bý ein með börnunum mínum ef gæjinn kemur jú stundum og gistir heima hjá okkur. Gæinn er tilfinningasamur, yndislega góður og elskar mig í tætlur.
En málið er að ég þarfnast álits hjá hreinskiptu og indælu fólki um hvort ég sé of kröfuhörð eða hvað.
Ég elska hann og virði. Ég vil ekki að hann hætti að gera hvað sem hann er vanur (tek það fram hann stundar ekki næturlíf og drekkur ekki)og nýtur sín.
Ég hef komið fram við hann eins og ég vil að hann komi fram við mig. Málið er að ég er ekkert með samband við barnsföður minn né hans fjölskyldu þannig ég hef enga hjálp þar meigin með börnin. Sjálf var ég búin að ákveða áður en ég kynntist þessum manni (eftir erfiða sambúð barnsföður) að vera ein með börnunum mínum allt mitt líf.
Aðeins ef ég fyndi mann sem tækji börnunum mínum eins og sínum og elskaði þau jafn mikið og mig sjálfa.
Þá komum við að vandamálinu….
Ég er alltaf ein með börnunum heima og fer aldrey neitt. Og þá meina ég ekki neitt án barnanna minna. Stundum finna konur þörf fyrir einveru eða bara fara einhvað með vinkonu í búðarrölt eða einhvað…
Hann er jú góður við börnin mín þegar hann er heima en hann tekur þeim ekki sem sjálfsögðum hlut… líkt og vera faðir og gera einhvað með þeim svo ég komist einhvað út… ein að versla í matinn eða einhvað.
Ef ég hef spurt hann hvort væri í lagi ég myndi skreppa til móður minnar og hann gæti barnanna þá myndi hann svara: Ætlaru að vera lengi?
Aðeins 2-3 hef ég spurt hann.
Hvað finst ykkur? Er framtíðarmaður í honum? Og já ég hef reynt að tala við hann um þetta…. 2 á þessum tíma sem við erum búin að vera saman….. en hann virðist þá ekkert kanast við þetta og vil allt gera…. ég er bara hreinlega ekki að skylja þetta.
Bið ég um of mikið?
Ég get ekki ýmindað mér að búa seinna með honum (sem hann vill) ef ég þarf að fá foreldra mína til að passa ef ég þarf nauðsynlega að skreppa frá……