ég var að lesa grein hér á huga sem heitir Sönn ást. ég hef lent í því að vera ástfangin en það er langt síðan. ég vissi ekki hvað snéri upp og hvað snéri niður. öll tilveran mín snérist um þennan eina sem ég var með. ég veit ekki hvort að þetta var sönn ást en ég veit að ég var ástfangin. Það segja allir “þú veist þegar þú hittir þann eina rétta” en hvað ef maður bíður allt sitt líf eftir þessum eina rétta og svo mun maður enda ein eða einn og einmanna. Það er langt frá því sem ég vil. ok ég hef ekki verið með strák í X langan tíma ekki síðan ég hætti með þessum sem ég elskaði en ég var yfir mig ástfanginn en það er ekkert sem segjir mér hvort að hann hafi verið sá eini rétti og að nú hafi ég misst þann möguleika á því að vera með “sálufélaganum” mínum. ég veit að þetta eru þunglyndislegar hugsanir en þið verðið að viðurkenna að þær fara í gegnum huga okkar allra. ég vil ekki trúa að það sé bara ein manneskja rétt fyrir mann, ég vil trúa að maður hafi val.