Já halló. Málið er að síðasta samband mitt varði í rúm 3 ár með plön um framtíðina,sanna ást blablabla og allan þann pakka og var mjög hamingjusamt eða svo hélt ég en já allavega endaði það þannig að hún fór að vera með öðrum og ég bara já sá fyrrverandi en ekkert meira.
En allavega það var um það bil langsamlegast versti tími æfi minnar og frekar vil ég deyja en að þurfa að ganga í gegnum eitthvað þessu líkt aftur!
En allavega ég er búinn að vera hitta stelpu sem er mjög fín í smá tíma núna og allt í góðu með það,hún er sæt,skemtileg og það er gott að vera með henni plús að hún er mjög hrifin af mér sem ætti alls ekki að vera slæmt, en problemið er að í hvert skipti sem ég hugsa eitthvað um að verða hrifinn eða bara yfirleitt finna einhverjar tilfiningar til hennar verð ég bara vægast sagt skíthræddur og langar bara að hætta að hitta hana.
Það virðist sem ég sé bara stórskemdur eftir þetta helvíti sem ég þurfti að ganga í gegnum og ég get bara ekki hugsað mér að verða tilfiningalega bundin einhverri aftur, og verður bara flökurt bara að hugsa um það!
Ég meina er ég dæmdur til að verða bara einn, eða vera í ástlausu sambandi? Er einhver séns að maður geti leift sér að elska eða jafnvel bara verða hrifinn aftur?
Hefur einhver hérna lent í einhverju svipuðu eða hefur einhver góð ráð til að gefa manni?