Hæ og halló hugarar…..
Ég er búin að vera að velta einu fyrir mér og mér datt í hug að senda smá grein og vita hvað ykkur finnst..!!
Þannig er mál með vexti að ég er ný eða ekki ný búin að hitta strák. hann er algjört æði og ekkert út á það að setja. En það er bara þannig að hann er múslimi. Ég meina ég hef ekkert á mót múslimum en ég er kristin trúar. Og þá bókstaflega. Fer í kirkju 2.sinnum í viku og allt. En ég meina ég er virkilega gjörsamlega fallin fyrir þessum strák. Svo hérna kemur spurningin..!
Getur Islam og Kristin trú farið saman..? Ég veit að það er sagt að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi en það er ekki eins og ég vilji ekki að þetta gangi upp.
Viljinn er sko fyrir hendi. En ég meina þetta eru svo ólík trúarbrögð..! Hvað á ég að gera í sambandi við það..?

Hvað finnst ykkur að ég ætti að gera..? Það væri gott að fá ráð hjá einnhverjum sem hefur lennt í sviðuðu.!

k.kveðja
thesa
Ástin er sársauki..