Hvað er það sem fær mann til þess að vera svona næmann??? Ég var að hugsa um frétta-annál stöðvar 2 frá gamlárskvöldi, og þegar fréttirnar komu um snjóflóðin fékk ég alveg kökk í hálsinn! Ég man eftir því þegar snjóflóðið kom á Súðavík, þá var mér alveg sama… ég þekkti ekkert þetta fólk og ég var ekkert að skilja hvers vegna allir voru voðalega… eitthvað sárir yfir því. Ég meina, það deyr fólk á hverjum degi úti í heimi… og svo allt í einu þegar eitthvað svona gerist hérna heima þá verða allir voða eitthvað! Mér fannst allir vera eintómir hræsnarar. En svo aftur þegar snjóflóðið á Flateyri skall á, þá var öldin önnur eins og maður segir. Í kjölfari þess fékk ég taugaáfall! Ég tók það svo nærri mér, að ég brotnaði niður og grét í marga daga! Hvað var að gerast hjá mér? Ég þekkti ekki neinn þar heldur en samt hafði það þessi áhrif á mig. Ég hef oft fengið svona kökk dæmi þegar maður er að horfa á einhverja drömu (fallbeyging á orðinu drama), en af hverju??? Hvað er það sem fær mann til þess? Það var óþægilegt að sjá þetta í annálnum því það ryfjaði upp margar óþægilegar og grafnar tilfinningar. Ég hef náttúrulega eiginlega alltaf verið í takt við tilfinningar mínar, en þegar maður er farinn að láta þetta hafa þessi áhrif á mann, þá er manni ekki alveg sama. Ég vona bara að ég geti samt haldið áfram að vera næmur án þess að láta það ná tökum á mér… og ég vona að við förum að sjá fyrir endann á hamförum manna og náttúru hérna á fróni.
Vonandi…
Gromit