Ég og góð vinkona byrjuðum saman fyrir löngu síðan. Við náðum vel saman og þetta var gott hjá okkur um tíma. En þá fór ég að verða efins og vissi ekki hvort ég ætti að vera í sambandi á þeim tíma. Þá fór allt í rugl. Við hættum saman,við byrjuðum saman, við hættum saman og svo framvegis. Þangað til að eitt kvöld er ég var að ganga með henni heim seint um kvöld. Það var stjörnubjartur himinn og við töluðum samann um allt á milli himins og jarðar. Djúpar og skemtilegar samræður. Við tókum meira að segja stóran krók framhjá heimili hennar til að tala meira saman. Vera saman örlítið lengur. Er hún var kominn heim til sín og ég var að ganga aftur heim til mín þá hugsaði ég “Vá, ég er orðin ástfangin.” Þá er ég að tala um ást…..ekki skot! Við byrjuðum aftur saman og allt gekk frábærlega. Ég var ástfanginn upp fyrir haus og ég var með góðri stúlku.

En eftir tíma byrjaði hún að fjarlægast mig. Hún viðurkenndi líka að hún hafði verið að sofa hjá öðrum strákum á meðan við værum samann. En ég elskaði hana upp fyrir haus og lét það ekki skipta mig máli.
Ég er rómantískur gaur og mildur inn að beini þannig að ég sendi henni rómantísk og sæt skilaboð gegnum sms.
Nýlega heyrði ég það að hún skrifaði sum þeirra niður á miða og sýndi öllum kjaftablöðrunum í bekknum skilaboðin. Og hefur þetta gerst nokkrum sinnum. Ég var þvílíkt reiður út í hana fyrir þetta uppátæki og við hættum saman.
Hún hefur verið að senda mér skilaboð og segjist sjá eftir þessu. Og hún vonar að við getum enn verið vinir!

Hún er orðin allt önnur stelpa en hún var fyrst. Hún er orðin hreint og beint leiðileg. Þannig að ég er ekki með áhuga fyrir henni lengur.

En ég spyr að þessu: Afhverju vilja allar stelpur verða vinir manns eftir að þær rífa úr manni hjartað?

Og hvað finnst ykkur að ég ætti að gera?