Ég á við vandamál að stríða! Þannig er að ég var í 3 ára
sambandi með manni sem ég taldi vera sálufélaga minn, ég
elskaði hann meira en allt, við trúlofuðumst og áttum barn
saman og allt hefði verið æðislegt hefði hann ekki verið
alkóhólisti… Hann gat ekki hætt, fór í meðferð eftir meðferð en
gat ekki haldið sér edrú. Það varð alltaf verra og verra og svo
einn daginn gafst hann upp og stakk af. Ég var ein eftir með
sárt ennið, barn og skuldir..
Ári seinna hitti ég frábærann mann, hann var sætur, góður og
dýrkaði mig út af lífinu, ég taldi mig vera ástfangna af honum
og samband okkar varð alvarlegt, fluttum inn saman og hann
tók nánast við barni mínu sem sínu eigin.
Á sama tíma og við kynntumst var minn fyrrverandi að reyna fá
mig aftur, hann var edrú og vildi allt gera til að fá fjölskylduna
sína aftur. En ég treysti honum ekki og valdi nýja manninn, og
“ex” datt fljótt í það aftur..
Vandamálið mitt er nú að mér finnst ég vera með falskar
tilfinningar gagnvart kærastanum mínum, ég sakna
fyrrverandi mannsins míns oft svo svakalega, finnst eins og
engin skilji mig eins og hann, og að ég og hann verðum alltaf
eitt, samt getur það aldrei orðið svoleiðis því hann hefur svikið
allt mitt traust. Kærastinn minn er æðislegur, hann vill allt fyrir
mig gera og ég hef ekkert útá hann að setja, elska hann en er
ekki ástfangin af honum, skiljið þið hvað ég á við? Mér finnst
það bara svo óréttlátt gagnvart honum því hann er svo
ástfanginn af mér.
Hvað á ég að gera? Er aðeins til ein ást? Á ég að slíta þessu
sambandi fyrir eitthvað sem getur aldrei orðið hvort eð er?
Hætta á það að verða aldrei ástfangin aftur?
Ég get ekki talað um þetta við neinn sem ég þekki og vona að
einhver hér geti gefið mér ráð, helst einhver sem hefur lent í
þessu sjálfur!!?