Hérna er staðan mín.

Ég byrjaði með stelpu sem á heima úti á landi(einhversstaðar á vesturlandi). Hún er mjög sæt, skemmtileg og góð. Við vorum saman frá lok sep til byrjun des og þó við hefðum ekki eins tónlistarsmekk, þá fannst okkur báðum að við gætum ekki verið meira fullkomin fyrir hvort annað, og við deildum innstu leyndarmálum. En svo í desember segir hún mér upp, af því að henni er illa við að ljúga ávallt að mömmu sinni um að hún væri ekki með kærasta en hún væri samt með. Sem sagt það var ástæðan. En það var meira á bakvið, hún kyssti einn strák þegar hún var haugafull á fylleríi og lét hann svo vera, en þorði ekki að segja mér af hræðslu við að særa mig.

Við ákváðum að halda áfram að tala saman og tók ég eftir því að hún hringdi mun oftar í mig en ég í hana, svo í Janúar þá kom hún í heimsókn og það var jú soldið vandræðalegt í fyrstu en svo réðum ekki við okkur og það varð ástríðufyllsti koss sem ég hef nokkurn tímann lent í(og hún reyndar líka). Þannig að við erum eiginlega byrjuð aftur saman. En hún vill halda þessu leyndu þar sem hún var búinn að segja öllum að við værum hætt saman og ef hún segði þeim að við værum byrjuð aftur saman þá myndu vinkonur hennar hneykslast á henni(skrítið ég veit, en þær eru bara svona, ekki setja út á þær í svörum). Svo kemur hún aftur og við erum saman með vinkonu hennar í kringlunni og þá fáum við smá frið … og kyssumst aftur bakvið skilti mjög ástríðufullum en rólegum koss þar sem við bæði fengum fiðring í magann.

Þetta samband hefur ennþá gengið svona og við erum bæði til í að hafa það þannig þangað til hún flytur í bæinn (í haust). En nú kemur vandamálið. Hún er óviss. Hún veit ekki hvort hún vill vera með strák, og hún nennir ekki þessu að vera alltaf að koma í bæinn til að hitta mig og þess háttar. Nema hvað, hún vill heldur ekki hætta með mér af því hún þorir ekki að missa mig. Hún sagði um daginn “Stundum hugsa ég að það sé best að hææta saman en samt get ég ekki hugsað mér að vera án þín”

Ég þarf að gera eitthvað til að sannfæra hana um hún vilji vera með strák. Því þá hættir hún þessum bakþönkum og því um líku.

Reynið að hugsa um galla og kosti og vinsamlegast komið með einhver ráð í þetta fjar-samband okkar.