Illskunar kærasti ?
Ég er nýlega hætt með strák sem ég var með í rúmt 1 ár. Ástæðan að við hættum saman; ég veit það ekki? Mér gremst það og finnst hann koma svo illa fram við mig.

Allt gekk frekar vel fyrst um sinn og við náðum vel saman og mér leið virkilega vel. Svo veit ég ekki hvað það er sem verður til þess allra fyrst að allt fer að halla hægt og sígandi. Og þar af leiðandi koma upp leiðinda atvik.
Við tökum okkur hlé um haustið og náum að sættast? Get heldur ekki svarað hvernig við gerðum það? Það bara gerðist. En eftir það hefur hann breyst, orðinn mjög kaldur s.s..
Ég geri allt sem á mínu valdi stendur til að láta þetta ganga upp þrátt fyrir eriðleika. Þrátt fyrir það er framkoma hans orðin slæm, t.d. hann svarar öllum sms-um einstaklega leiðinlega eins og hann vilji það.
Og núna í Janúar miðjum kemur útslagið, hann segir mér einfaldlega að fara útúr húsi hans og gefur mér enga ástæðu (tek það reyndar fram að ég á heima hjá foreldrum, bjuggum aldrei saman).
Það er einmitt það sem gerir mig svo reiða! “Ég veit ekki” getur verið mun meira særandi að heyra heldur en staðföst ástæða. Núna hefur framkoma hans verður óafsakanleg.
Hann hefur hringt um helgar og viljað fá mig, og svo daginn eftir breytist hann gjörsamlega og verður eins og hann sé með fráhvarfseinkenni útaf mér. Ég veit ekkert hvað hann vill? og hann getur ekki látið mig snúast eins og skopparakringlu.

Ég hef sagt þetta í nokkuð stuttu máli, hef ekki farið ofan í smáatriðin, góð jafnt sem slæm. En núna hef ég tekið mér afstöðu, ég er ekki sár lengur og held að það sé best að hætta að tala við hann fyrir fullt og allt. Hann er slæm og tilfinningalömuð persóna, sem gerir sér ekkert grein fyrir hvað hægt er að særa manneskju. Mér er búið að líða svo illa, vegna
Er það rétt hjá mér?