Sælt veri fólkið, ég er núna búinn að vera einhleypur í 4 mánuði og ég er að verða vitlaus á því. Ég og mín fyrrverandi hittumst öðru hvoru og “rifjum upp gömul kynni”, en ég næ ekki að venjast því að vera single.

Sennilega þá er ég bara þessi sambandstýpa og ég kann mjög vel við mig í sambandi, en ég er að verða vitlaus á þessu. Mér finnst það vera svo mikill persónuleikagalli að geta ekki verið einn.

Ef þið hafið einhverjar ráðleggingar um hvernig best er að venjast þessu aftur, þá er öll hjálp vel þegin.

P.s. ég sagði henni upp þannig að þetta flokkast sennilega ekki undir ástarsorg þá að ég viðurkenni það alveg að ég sakna hennar (samt meira að ég sakni sambandsins en hennar).
,,Happiness is a warm gun" - John Lennon