Hvað viltu?? er stærsta spurningin í dag,
hvernig bíl viltu, hvernig mann/konu viltu, viltu þetta eða viltu hitt.

Úrvalið er ótrúlegt og endalaust.
En hvað vilt þú?

Við höfum öll (ábyggilega) lent í því að langa svo mikið í eitthvað að við gætum ekki lifað fyrr en við fengjum þennan hlut eða þessa manneskju og hvað gerist svo þegar að hluturinn eða manneskjan er komin til manns??

Nú oftast þá var þetta ekkert sem okkur langaði í er það ekki??
Og við hendum því frá okkur.
Þetta er satt við hugsum svo mikið um eitthvað sem við eigum ekki til staðar að við gleymum öllu öðru í kringum okkur stundum er bíllinn sem við eigum fyrir alveg ágætur og stundum er drauma makinn okkar fyrir framan nefið á okkur til dæmis besti vinur/vinkona eða jafnvel strákurinn/stelpan sem býr við hliðina á okkur.

Og stundum erum við bara heimsk að sjá ekki innri gæðin heldur bara útlitið.

En ein spurning í lokinn hver segir að öllum eigi að finnast súkkulaði strákurinn sætur eða ljóshærða stelpan sæt????

Látum ekki einhverja aðra sjá um stjórna okkar tilfinningum gerum það sjálf.

Og líttu rólega í kringum þig því fyrir handan hornið gæti það sem þú VILT leynst.

Farið vel með ykkur

Kveðja
Amelianna.