Halló hugarar… þannig er mál með vexti að mér vantar hjálp… sárvantar hjálp…..
Ég býst ekkert frekar við því að þessi grein verði samþykkt því að ég er í allveg gífurlegu uppnámi núna og verð bara að festa hugsanir mínar niður á blað.

Fyrir rúmlega ári kynntist ég þessum frábæra strák, hann var góður, fallegur og hjartahlýr… Við urðum brátt mjög góðir vinir og einsog venjulega verð ég hrifin af honum en bara í þetta skipti var það ekkert smá skot, heldur varð ég ástfangin. Hann vissi ekkert um það og ég fór bara hægt í sakirnar og kannaði jarðveginn en það gekk ekki upp og hann byrjaði með stelpu sem hann er með núna og eru þau mjög hamingjsöm saman.
Ég varð mjög leið þegar ég frétti þetta en komst yfir það og var bara ánægð fyrir hans hönd því að þau passa mjög vel saman. Samt komst ég ekki yfir hann, við misstum eiginlega allt samband og núna erum við einsog við höfum aldrei verið þessir góðu vinir sem við vorum.
Ég reyndi önnur sambönd en þau gengu ekki upp því að minning um hann var alltaf til staðar og það var allveg ólýsanlega sárt að elska og vera ekki elskuð á móti og það er ekki eitthvað sem þú kemst yfir á einum degi.
Núna þegar rúmlega ár er liðið frá því að ég hitti hann fyrst er hann smám saman að hverfa útúr huga mínum… Að vísu mjög hægt en ég finn að þessi tilfinning er að fölna en það þarf ekki mikið til að ég hugsi um hann.. að sjá hann, heyra lögin sem við hlustuðum á og svo framvegis… og þá get ég ekki gert að því að hugsa… hvað ef.. og afhverju ekki…

Ég hef aldrei haft mikið sjálfstraust og það sem ég treysti á hér er nafnleyndin. Getiði gefið mér eitthver ráð… Get ég aldrei átt í venjulegu sambandi aftur? Hvað á ég að gera… Síðan þetta gerðist hef ég allveg verið skotin nokkrum sinnum en aldrei náð að þróa það neitt lengra. Því að hann er alltaf fastur þarna…. og ég er allveg rosalega hrædd við höfnun, ég er líka hrædd um að efað ég kynnist strák sem að mér líst vel á eigi það eftir að enda á sama veg og þetta. Og ég hef ekki orku í það

Getið þið hjálpað?