Ég veit ekki hvort þetta á við hér á rómantík en það er ekkert áhugamál um vináttu.
Ég ætla að lýsa fyrir ykkur eina “vinkonu” mína. Hún er næstum einu ári eldri en ég (hún á afmæli í jan og ég í des) og er mjög ákveðin að það getur orðið sárt, líkamlega og andlega. Stundum verður hún svo vond að hún kallar mann hóru og allskonar en stundum er hún góð og blíð. Þið sem hafið lesið Gyllta áttavitan þá er hún eins og Frú Coulter (svarthærða með gylltan apa sem fylgju) eina stundina rosalega elskuleg og aðra fær maður marbletti eftir hana en samt mest á sálinni.

Ég ætla líka að skrifa nokkrar stuttar sögum sem hafa gerst:
Hér er fyrsta:
Einu sinni voru ég, hún og önnur besta vinkonan mín (köllum hana K) að gista hjá K, rosalega skemmtilegt. Þegar við fórum að sofa voru ég og K með geiðveikan svefngalsa en hún auðvita ekki, svo hún fór á gólfið og svaf á dýnu. Um morgunin um 9 leitið vaknaði ég og K og byrjuðum að hvíslast á vaknaði “vinkonan” þá og sagði okkur að halda kjafti hún væri enþá þreytt (hún sofnaði fyrr en við) svo við þögðum en allt í einu datt ég úr rúminu (veit ekki hvernig) og rétt straukst við fótinn á henni. Byrjaði hún þá ekki að sparka í mig “þú vaktir mig” og ég fékk marbletti á bakið (ekki stóra, en þetta á að vera vinkonan mín!) Svo seinna fórum við heim.

Hér er önnur:
Ég máta oft fötin hennar (bara til gamans) og eitt skiptið þurfti ég að þjóta svo ég klæddi mig úr fötunum og setti þau á ruggustól sem var nálægt. Dagin eftir heirði ég hana segja við stelpurnar úr bekknum “og hún henti því bara á gólfið” og svo sagði hún mér það hvað hafði gerst, hún og önnur stelpa höfðu fundið fötin sem ég hafði mátað á gólfinu. Það var ekki bara að segja mér það heldur líka öllum skólanum. Daginn eftir var hún aftur að tala um það og ég sagði að ég hafði sett fötin á stól, öskraði ekki hún yfir allt á stelpuna sem var með henni “voru ekki fötin á gólfinu?” Og ég labbaði burt og inn á klósettið sem var þar nálægt. Í næsta tíma sagði að hún hefði bara verið að djóka og ég ætti ekki að taka öllu svo alvarlega. Jíbbý hún var búin að nauðga þessu svo mikið að þetta var ekki lengur “djók”

Hún virðist bara vera vond við mig en þannig að það komi út eins að ég væri vonda ekki hún. Hún er líka alltaf að stríð mér, en samt ekki heldur að hlæja af því sem ég segi og svoleiðis.
Stundum byrjar hún allt í einu að vera með öðrum stelpun (köllum þær A, S og G) sem eru soldið vinsælari og ekki eins skrítnar og ég, K og önnur (sem er líka besta vinkonan mín og við köllum hér T) Við erum mjög skrítnar og ekki rosalega vinsælar meðal strákanna (en soldið hjá stelpunum, allar nema ég) við erum mikið á bókasafninu eða á klósettinu (þar eru engir leiðinlegir, oftast =0( ), við förum sjaldan upp á “setustofuna” sem er algjör svínastía því þar eru oftast leiðilegt fólk. En stundum vill hún bara vera með A, S og G.

Hún fór til Tælands með S. Og þegar hún kom heim hringdi hún í mig og sagði að hún væri komin heim. Við fórum svo á fund (flokksforingja) og það sem hún byrjaði að gera var að öskra á getið hver mig! Varla án þess að segja hæ, ég hafði ekki hitt hana í mánuð og þegar ég spurði hana “kemuru í skólan á morgun?” byjaði hún bara að öskra á mig um að hún væri þreytt og bull. Hún hafði sofið í meira en 10 tíma!! Ég er mjög viðkvæm og allt er sárt ef það er sagt á séstakan hátt sem hún hefur, með því að öskra á mig fyrir framan alla.

Hún syngur alveg ágætlega en T syngur miklu betur en hún seamt fær T aldrei að syngja aðeins hún og nokkrara aðrar, hún spilar líka á píanó en hún er ekki eina sem spilar á hljóðfæri (við erum í kór og höfum sýningar), t.d. kann ég að spila á þverflautu en hún ein kemst að (ég er ekki öfundssjúk, ég endur tek, ég er ekki öfundssjúk) en það hafa aðrir hæfileika en hún (ekki ég en). Svo ætlar hún að taka kannski ensku samræmdupróf þessa önn og spurði okkur hvort hún ætti (mér er sama það er henni að kenna ef hún fellur eða nær ekki nægilegri einkunn). Svo var ég búin að finna æðislegt námskeið og ætlaði með K (ég sá það á dagatali), því við erum búin að fara á grunn og hún ekki, en hún hélt alltaf áframm að tauta, … leifði mér það, … sagði að ég mætti fara, á endanum sagði ég farðu þá ef þig landar en þá byrjaði hún að raula að henni langaði frekar á eitthvað annar, þangað til að önnur stelpa einu ári eldir spurði hana hvort hún ætlaði á námskeiðið þá varð það bara auðvita! Það er eins og ég, K og T séum ekki nóu fínar fyrir svona hæfilekaríka manneskju!!! Og einu sinni þegar ég sagði að mig langaði í MA sagði hún ój ætlaru í svona ógeðslegan snobb skóla!

Ég er að meina það. Hvað finnst ykkur um hana? Ég veit að þið getið ekki dæmt hana af þessari grein en hvað ef að við erum ekki nógu góðar, fínar og vinsælar fyrir hana? Og sorry ef þú lest þetta “vinkona” en mér er svo sama!