Þessi grein á kannski ekki heima hér, en mig vantar ráð.

Málið er það að ég og vinkona mín erum búnar að vera Bestu vinkonur í rúmlega 8 ár. Þá meina ég að við vorum alltaf saman alla daga og unnum meira að segja á sama stað.
En fyrir rúmlega ári síðan kynntist ég kærasta mínum sem ég er en með í dag. Og hún var nú ekkert ánægð með það því hún þoldi hann ekki. Hún kom samt með okkur á rúntinn og í bíó og svoleiðis.
Hún var ekki fyrir sambönd nennti því ekki eða fannst það leiðinleg svona ákkúrat öfugt með mig.
En fyrir svona rúmlega 7 mánuðum hætti vinur kærasta míns með kærustu sinni og var í þvílíkri ástasorg.
Ég og kærasti minn vorum oft með honum á rúntinum og spurði hann mig ekki hvort ég ætti ekki einhverja vinkonu handa sér.
Þá gerði ég stærstu mistök ævi minnar að bjóða bestu vinkonu minni með því hana hef ég varla talað við síðan.
Þessi gaur er ekki sætur en á flottan bíl. Sem hafði eitthvað að segja ég veit það.
þegar þau voru að byrja saman mátti hún ekki gera neitt nema hann kæmi með. Hann fór í fýlu af hún fór með mér í kringluna eða gerði bara eitthvað annað en að vera með honum.
Hann gjörsamlega er búinn að eyðilegja allt og djöfull hata ég hann.
En hvað á ég að gera hætta að tala við hana.?
eru vinir ekki að eilífu eða?Þetta fer ekkert smá í taugarnar á mér. Á eg kannski að reyna að tala við hana?
(sem er kannski svoldið erfitt því hún er hætt að ganga með síma)

þið sem nenntuð að lesa þetta hvað munduð þið gera?