Sælir hugarar!
Ég er ein stelpa sem hætti með kærastanum sínum fyrir um halfur ári. Ástæðan var sú að hann var fylliraftur sem kom ekkert alltof vel fram við mig þegar hann kom heim eftir djamm.. þ.e. hann átti það til að slá mig og hrinda mér í skapofsa sínum. Þegar ég var búin að þola það í um 3 mánuði (skil ekki enn hvernig ég fór að því) þá fekk ég nóg og sleit öllu sambandi við hann. En síðan þá talar hann aðeins við mig þegar við hittumst á djamminu, hann talar ekki um annað en hvað hann saknar mín, hvað hann hefur villst af leið eftir að við hættum saman, þ.e. kominn í dópið. Og núna upp á síðkastið hefur hann verið að tala um sjálfsvíg. Hann hringir i mig á næturnar um helgar og segjir við mig hvað það hafi verið gaman að kynnast mér og vonar að við gætum hisst í næsta lífi.. Ég fekk auðvitað samviskubit ofaná samviskubit og vildi nánast gera allt til að hjálpa honum, en það var auðvitað bara eitt sem gat hjálpað, og það er e-ð sem ég á ekki eftir að gera! Been there, done that, ain't doin it again!!
Og nú spyr ég, hvenær er komin næg samúð? á ég að hunsa hann? á ég að halda áfram að reyna að hjálpa honum? Eða hvað á ég að gera? hvað myndir þú gera?
takk fyrir fram fyrir vonandi góðu ráðin! :)