Nú er ég að velta einu fyrir mér. Getur vel verið að það sé til svona þráður, en ég einfaldlega nenni ekki að leita ;)

Ef stelpa sefur hjá þér í fyrsta skipti sem hún hittir þig er þá öll von um einhverja rómantík fokin útum gluggann? (þið eruð eftilvill bæði í glasi?)

Strákar, hvað segið þið?
Missið þið alla virðingu fyrir stelpunni?

Ok ég viðurkenni vel að ég er að tala um mig, þetta er ekki svona “oh doctor, my friend has an itch”

Málið er að við eigum sameiginlega vini (besti vinur hans er með vini mínum) og þeir hafa báðir sagt mér að my mistery man hafi verið VIRKILEGA ánægður og vilji hitta mig aftur og þannig og við spjöllum alveg saman… en það er þá oftast um… you catch my drift?

Ég veit (eða vona) að það er einhver áhugi til staðar.. en hvort hann hafi áhuga á einhverju meira en bara kynlífi þá hef ég ekki hugmynd (og ekki vinur minn heldur).

En svo vil ég ekki hræða hann. Ég meina, ég þekki hann ekki squat og get ekki spurt uppúr þurru “ertu hrifinn afmér” því svarið er líklegast nei því hann þekkir mig ekkert!!!

…Til að bæta ástandið er hann 5 árum eldri en ég OG hann ætlaði að hringja í mig á gamlárskvöld. Hitti hann reyndar áðan (fórum nokkur í bíó) og hann baðst afsökunar á að hafa ekki hringt. Sagði hann það bara af kurteisisástæðum eða hvað?

VÁ ég er búin að tjá mig.. en ég þurfti bara að koma þessu frá mér! Flestir vinir mínir eru búnir að gefast upp á nöldrinu í mér ;) Ég er ekkert endilega að biðja um ráð.. þurfti bara að tjá mig.. you probably know the feeling.

“what´s love but a second hand emotion”
“who needs a heart when a heart can be broken” -Tina has spoken!

ps. drengurinn er MJÖG lauslátur.. er víst að “safna” og er kominn uppí ca 50. þetta er víst eitthvað áhugamál en hann vill ekki að fólk viti eitthvað af þessu

.:Sunna:.