Ætla byrja á því að segja þetta verður nokkuð langt þannig þú ættir að koma þér ágætlega fyrir ef þú ætlar að lesa þetta allt.

Sumt af þessu er af persónulegri reynslu og annað er af reynslu eða vitund af hlutum hjá öðrum. Tilgangurinn með þessu er aðeins að deila með öðrum og reyna vekja umhugsun annarra.

Þið sem ætlið ekki að lesa þetta með alvöru eða hafið engan áhuga á því að leggja eitthvað annað en nokkur barnaleg skot megið vinsamlegast snúa ykkur annað.

Mestmegnis mun þetta fjalla um sambönd og það sem tengjist því.
Ég er strákur.

Ég hef tekið eftir því að sambönd eru farin oftast að vera styttri og styttri, fólki er ýmist farið lítur út fyrir að vera sama hvort það þekkji manneskju eða sé hrifið af henni og frekar farið að láta “það gæti eitthvað komið fyrir” vera ástæðuna fyrir að byrja í sambandi.
Ekki er það nú nóg heldur hef ég heyrt fáranlegustu ástæður fyrir því að byrja saman. Hef oftar en einusinni heyrt frá karlkyninu að þeir hafi slegið til bara því þá fá þeir drátt þegar þeir vilja.

Ég veit til þess að stelpa byrjaði með strák til að kynnast honum - getið ímyndað ykkur hvað það entist lengi. Svo er líka t.d. sjálfsagði hluturinn hjá sumum stelpum að byrja með einhverjum til að ná sér eftir sambandsbrotið eftir þennan sem hún var með fyrir mánuði. Það er ekki einusinni nálægt því að vera sanngjarnt fyrir hinn aðilann , hvað svo ef hann hefur tilfinningar til hennar? , svo þegar hún er búinn að rekast á næsta til að byrja með þá fýkur þessi sem var með henni þegar henni vantaði huggun og brýtur þarmeð þann sem hjálpaði henni.
Sumar stelpur geta bara ekki verið einar og þurfa alltaf að vera með einhverjum , jafnvel þó svo að tilfinningar spili ekkert eða örlítið inní.

Ég persónulega á seinasta hálfa árinu hef heyrt 2 fáranlegar ástæður fyrir því að ég ætti að byrja með stelpu.
Sú fyrri var til að kynnast mér.
Sú seinni kom þegar ég sagðist varla þekkja stelpuna svo afhverju ætti ég að byrja með henni og fékk svarið “afhverju ekki”
Ég er ekki að tala um ungan aldur , allt sem ég segji hér er á milli 17-23 , þó mestmegnis 19 og yfir.

Traust í samböndum.
Þegar ég var 17 eða 18 ára kom sú aðstaða upp að ég var að hitta 2 stelpur á sama tíma , með einni hafði ég gert allt mögulegt með en hina hafði ég aðeins kynnst nýlega. Ég ákvað að fara og athuga betur hvort það væri eitthvað meira varið í þessa sem ég hafði nýlega kynnst. Svo furðulega vildi til að það kom einmitt upp nafnið hennar í vinahópnum mínum og kommst ég þá að því að hún hafði logið til um aldur, nægilega mikið til að ég ákvað að ég myndi ekki hitta hana framar til þess að athuga hvort að þessa litla hrifning mín yrði að einhverju.
Einhverju seinna kommst ég að því að hún átti kærasta og hafði verið með honum á þessu tímabili sem við vorum að kynnast, þess má geta að hún gerði hluti með mér sem maður gerir ekki þegar maður er í sambandi.

Ég tel mig nokkuð heppinn að svona skildi fara því ég hef aldrei síðan gert neitt líkt þessu vegna þess að ég vil engan vegin að svonalagað sé gert við mig. Ég vona þið fattið hvað ég er að fara með þetta.

Sem leiðir okkur að framhjáhaldi , nýjasta tískufyrirbrigðinu sem er svona eftirsótt af ákveðnum aðilum.
Mér sýnist að strákar jafnt og stelpur sækjist eftir þessu með asnalegustu ástæður sem fyrir er hægt að finna , svona eins og kynlífið er ekki nógu gott heimafyrir og í staðinn fyrir að reyna gera eitthvað í því ætla ég að fara finna mér aðra stelpur/stráka sem gerir það fyrir mig, sem ég kemmst svo að að virkar ekkert. Stundum jafnvel að fólk fái ekki nóg kynlíf hjá makanum.

Bara svo við höfum það á hreinu , framhjáhald er eitt af því lágkúrulegasta sem hægt er að gera auk þess sem það sýnir eins mikla óvirðingu við makann eins og hægt er.
Það er ekki til nein afsökun fyrir framhjáhaldi , ég var full eða fullur eða þú varst í burtu í svo langan tíma eru ekki gild rök , eina mögulega réttlætanlega ástæðan fyrir því að hafa gert eitthvað kynferðislegt með annarri manneskju væri nauðgun en það er allt annar handleggur.

Sambandið - kynlíf.
Mér er nokkuð sama hvað aðrir segja en kynlíf er einn af mikilvægustu hlutum sambandssins.
Mig langar að koma því á framfæri að lang flestir ættu að skammast sín fyrir frammstöðu í kynlífi.(ég er ekkert undanskilin frá dómum ykkar varðandi þetta). Að sjálfsögðu er til mikið af fólki sem stendur framúr og ber að klappa fyrir því.

Ég hef upplifað það sem ég myndi kalla lélegt kynlíf í sambandi og gott líka , það munar gífurlega um þetta þar sem kynlíf getur bætt gríðarlega við samskiptin í sambandinu. Einnig hef ég heyrt vinkonur og vini kvarta undan kynlífinu í sínu sambandi.
Sorglegasta við þetta er að flestir sem ég heyri tala um að kynlífið sé ekki nægilega gott eru eiginlega aldrei að gera neitt til að bæta úr því. Það þarf ekkert rosalega mikið til að gera góðan hlut betri, það eru til fullt af hlutum til að gera , til dæmis að vekja kærastann með munnmökum um miðja nótt uppúr þurru eða nýkomin af djamminu. Eða við strákarnir getum komið með nýtt leikfang til dæmis úr skólanum/vinnunni á föstudag, gert kannski eitthvað til að bæta andrúmsloftið og fá svo hjálp frá stelpunni við að taka þetta úr pakkningunum og svona. Einhverjir strákar halda kannski að þeim stafi einhver ógn af eggjum og víbradorum en svo er ekki - þetta er aðeins til að bæta hlutina ekki til að taka við þér. Um leið og maður byrjar að prufa eitthvað svona örlítið fyllist hausinn manns af hinum og þessum hlutum til að prufa varðandi þetta og næstum undartekningarlaust er makinn tilbúinn að gera mest megnið af því sem þig langar til, að sjálfsögðu gildir það líka öfugt.

Kynlíf utan sambands.
Reyna sem mest að vita hvað þið viljið og ekki vera hrædd við að reyna framkvæma það eða biðja um það. Ef strákur spyr þig hvað þér finnist gott svaraðu því þá ef þú mögulega getur, kvenfólk er mun fjölbreytilegra og hefur fleiri stig varðandi kynlíf heldur en karlfólk , við þurfum auka upplýsingar til að geta gert betur.
Ég held að það sem karlfólki finnist verst af öllu er þegar stelpan tekur ekki þátt í kynlífinu, þ.e.a.s. sýnir réttsvo lífsmörk og stynur á svona 10min fresti, og alls ekki vera hafa endalausar áhyggjur af því hvað ef honum finnst þetta um þig , burtséð frá því hvað stelpur halda þá ríða strákar ekki öllu, bara örfáir. Ef þið ætlið að stunda kynlíf með strák þá skulið þið gera ráð fyrir því að hann sjái eitthvað við ykkur og eigi ekki eftir að sleppa sér þegar hann kemmst að því að þú ert með einn lítinn fæðingarblett á lærinu.

Stelpur sem vilja vera sleiktar mikið eiga líka að gera ráð fyrir því að strákurinn eigi fullan rétt á því að biðja þær um að veita sér munnmök. Það er upp á ykkur komið hvort þið veitið þau eða eitthvað annað en það segir ýmislegt um stelpu þegar hún vill taka við miklu meiru heldur en hún er tilbúin að gefa til baka.
Við erum ekki bara þarna til að fullnægja ykkur, við erum á staðnum til að stunda kynlíf saman sem ætti að skila báðum aðilum fullnægðum og ánægðum.

Strákar , það eru gerðar mun hærri kröfur til okkar en við til þeirra. Það er minnihluti stráka sem getur fullnægt stelpum án þess að sleikja þær eða eiga við ponsuna þeirra með fingrunum. Þær vita þetta , við vitum þetta. Við vitum allir að svonalagað getur alveg farið með okkur , við að sleikja ákveðnar stelpur sem njóta þess vel og stynja getur alveg farið með mann og ég efast um að kvenfólkið myndi trúa því hvað það getur þurft mikla sjálfsstjórn til að klára ekki leikinn sum augnablik. En þær sem kunna meta þetta sem mest eru líka mjög viljugar til að gera meira og endurgreiða margfalt svona hluti sem við borgum svo aftur o.s.f.

Með að sofna eftir samfarir , ef stelpan vill tala þá skulið þið rúlla henni inní teppi og lemja hana með kebbli! En í alvöru þá er þetta alveg skiljanlegt , við fullnægingu að minnsta kosti hjá strákum þá sofa þeir mun betur og sofna auðveldar heldur en annars(efnafræðilegt).
Skil það vel að stelpur vilji samt oft tala eftir kynlíf vegna þess að það er mun auðveldara þá(og eins og ég sagði bætir kynlíf mjög samskiptin í samböndum) að tala við okkur , strákar opnast alveg gífurlega við að hafa stundað kynlíf með stelpu vegna þess að þeim finnst mun auðveldara að treysta stelpunni fyrir einhverju. Að minnsta kosti fyrir mig þá er ég tilbúinn að segja stelpum sem ég hef stundað kynlíf með mun meira heldur en góðum vinkonum en aðeins ákveðnum hlutum ekki öllu.

Sambönd - Rifrildi.
Bara stutt um þetta , strákar eru hræðilegir til að rífast við og er það að stórum part útaf einni ástæðu , þeir vilja hafa rétt fyrir sér(þið stelpurnar ættuð að kannast nákvæmlega við þetta).
Til að skína smá ljósi á þetta. Stelpur, við strákar erum með það stimplað í okkur að bæta okkur og vera betri heldur en næsti strákur , við allir trúum að við séum flottastir , skemmtilegastir , bestir o.s.f. , þetta er einfaldlega af náttúrunnar hendi vegna þess að þetta þurfti til að fjölga sér áður fyrr , núna er þess minna þörf en við breytumst því miður ekki yfir nótt. En góð byrjun væri að segja stráknum að hann þurfi ekki að keppast neitt við þig. Ef hann hefur rétt fyrir sér viðkenndu það þá fyrir honum en biddu hann einnig um að reyna sjá þitt sjónarmið svo hann nái betur að skilja hvert þú ert að fara.

Allir strákar kannast við að það sé ekki hægt að rífast við stelpur , þær taki engri sönsun og grípi alltaf til hluta í fortínni til að slengja framan í okkur - ég væri mjög þakklátur ef að einhver stelpa gæti útskýrt hvernig það virkar aðeins betur.


Jæja persónulegri hlutir núna.

Satt að segja fyrir mig þá eru aðeins örfáar stelpur sem halda uppi trú minni á kvenfólkið. Ég hef ekki hitt stelpu sem hefur heltekið mig alveg heillengi , held örugglega yfir ár. Að minnsta kosti hafa þær hrifningar ekki verið neitt miðað við hvað ég hef upplifað áður.

Ég veit ekki alveg afhverju , kannski er ég bara óheppinn en þetta virðist ekki bara vera ég. Ég sé alltaf eitthvað af strákum/stelpum í álíka stöðu , sumt af því byrjar með einhverjum til að reyna fylla uppí þetta sem endist næstum aldrei. Aðrir halda sér ennþá einhleypum svo hún/hann lendi ekki í því að hitta á einhverja sérstaka manneskju en geta ekki gert neitt þar sem sjálf manneskjan sé í sambandi.

Má vera þetta sé íslenskt kvenfólk ? Ekki misskilja mig íslenskar stelpur eru alveg æðislegar, en sumar mættu bæta hjá sér ákveðna hluti. Eins og að það eru ekki allir strákar sem gera tilraun til að spjalla við þær að reyna við þær. Ég hef það líka oft á tilfinningunni að sumar haldi hreinlega að maður sé þarna til að skemmta þeim og eigi að halda uppí öllum samræðum einn. Sumar halda jafnvel að þær þurfa að verða við því að sofa hjá stráknum til að eiga tækifæri til að hitta hann aftur - þetta á sérstaklega við á djamminu. Ég gaf mig einusinni á tal við stelpu á barnum á gauknum vegna þess að félagi minn fór á klósettið. Um leið og ég var búinn að kynna mig sagði hún “ég á kærasta” og hélt áfram að bíða þangað til 2 vinkonur hennar komu einhverju seinna. Þessi stelpa hefði réttsvo talist sem okey í útliti og klæðaburð. Ég get ekki með neinu móti skilið hver skaðinn hefði verið í örlitlu spjalli því tilgangurinn var ekki að reyna komast uppá hana heldur bara drepa tímann.

Ég efast um að ég gæti fundið fleiri stelpur en puttana á mér sem ég get haldið alvöru samræðum við og haft gaman af án þess að þurfa vera passa mig að hún haldi ekki að ég sé að reyna við hana.

Væri gott ef 1 eða fleiri stelpur myndi telja upp svona hvað það er sem þeim finnst að mætti bæta yfirallt hjá strákum sambandi við samskipti.

Þar sem ég fékk fyrir nokkuð löngu yfirnóg af kvenfólki á djamminu , var einfaldlega ekki þess virði. Þegar upp var staðið hafði maður ekkert uppúr þessu nema allt í lagi skemmtun. (þó eru oft undantekningar í partýum)

Nú jæja ég ákvað að þar sem frítíminn manns er takmarkaður að prufa einkamal.is og ekki var það mikið skárra. Eftir að fletta í gegnum nokkrar auglýsingar þá virðist þetta allt vera sama stelpan með örlítið öðruvísi auglýsingu. Eftir að hafa leitað nokkuð vel prufaði ég að spjalla við allt í allt 11 stelpur. Einhverjar af þeim svöruðu, aðrar svöruðu ekki. Eftir að hafa gert nokkuð góða tilraun til að fá einhverja tilfinningu yfir því hvernig stelpur þetta voru þá var ekki mikið eftir. Satt að segja verð ég að segja að líkurnar á því að maður finni gullmolann þar eru samasem engar - ég ætla samt ekki að gefast upp á því alveg strax. Þó hef ég það á tilfinningunni að þar sé framboðið á karlfólki of mikið miðað við kvenfólki.

Þannig að eins og er þá er virðist eini alminnilegi markaðurinn til að eiga séns á að kynnast stelpu sem vit er í, hefur útlitið í lagi og sér vel um sjálfa sig á almennum stöðum. Eins og í vinnunni , kringlunni, bíó og öllum þessum stöðum.

Ekki bætir það úr skák þegar stelpur tala illa(ég meina ILLA) um hvor aðra og segja hlutina sem karlfólk vill ekki vita og lætur ekki bara umtalaða stelpu líta illa út heldur mun fleiri.

Ég ætla bara réttsvo að vona mér takist að finna minn gullmola áður en staðan verður verri og þar með geti ég fest fullkomna trú í elsku kvenkynið aftur, aldrei að vita hvað skeður nú þegar kvenfólk er farið að sækjast eftir því sem það vill, ég vona nú samt að það sé frekar til góðs heldur en annars samt sem áður.