Vinkona mín var með strák, þau voru saman í 10 mánuði. Hann sagði henni upp fyrir rúmum mánuði og hún tók því mjög illa, hún vildi samt ekkert tala við mig eða neina vinkonu sína, hún laug bara að okkur um að þau væru enn saman en samt sá ég hana fara grátandi út úr skólanum og fleira.
Núna er hún eitthvað að slá sér upp með fyrrverandi kærastanum mínum, mér er reyndar alveg nokkuð sama því að ég þoli hann ekki.
Strákurinn sam að hún var með er núna alltaf að senda mér sms og ég er búin að fara nokkrum sinnum með honum á´rúntinn og hann er að reyna þvílíkt við mig, málið er að ég held að ég sé hrifin af honum líka. Ég vil samt ekki eyðileggja vináttuna ( þó að hún sé ekki mikil) með því að gera eitthvað.
Ég veit ekkert hvað ég á að gera, á ég að vera með stráknum og eiga það á hættu að hún tali ekki við mig aftur?

Molly