Halló.
Mér finst kanski þessi grein ekki passa hér, hún er ekki rómantísk,
en mér langaði að tjá mig um liðna atburði einhversstaðar.

Ég bið ekkert endilega um álit, en öllum er auðvitað frjálst að tjá sig.

Ég hitti æðislega stelpu á netinu fyrir rúmum 2 árum síðan, hún er
töfrandi, lífsglöð, feimin, fórnfús, barngóð, og alltaf góð við
alla, og svo er hún rosalega ævintýraglöð. Ég féll fyrir henni
strax, og það tók mig marga mánuði að fá hana til að taka eftir mér
sökum unga aldurs.
En ég vann mig inn í hjarta hennar, og hafði aldrei áður reynt eins
mikið á mig til sanna mig og bæta á allann hátt.
Ég komst fljótlega að því að hún átti misheppnaða sambúð að baki,
og hún gaf í skyn að það hafi verið vegna barnsleysis.

Við tengdumst hægt og rólega ótrúlega vel, og mér fanst ég vera
búinn að finna ást sem ég ætlaði aldrey að sleppa, og hún sagðist
elska mig meira en hún hafði nokkurntíma upplifað hamingju áður.

Kynlífið var frábært og var alltaf batnandi, hún hafði mikla
kynlífsþörf, og ég vissi að hún hafði fantasíur sem ég ætla ekki
að nefna hér, og við stungum upp á ótrúlegustu hlutum, og við
fengum aldrey nóg að hvort öðru.

En svo komu upp erfiðir tímar hjá mér, þar sem ég þurfti að vera
um tíma, rúmann mánuð í kynlífsbindindi vegna öfgakenndra íþrótta
sem ég legg rækt við. Hún hafði upplifað þetta áður frá mér, og
gekk það vel fyrsta skiptið sem við nutum ekki kynlifs um tíma.

En í þetta skipti deildum við um ýmsa hluti, og ég tjáði henni
að svona hafi þetta verið þegar hún kynntist mér, og fyrir mér
væri mikið í húfi, og við ættum bara að vera frá hvoru öðru um
tíma ef þetta væri vandamál.

Þegar tímabilið var yfirstaðið tókum við saman á ný. Þetta var
rétt eftir áramótin 2001-2002. Hún hafði verið í fjölskilduhófi
að mér skildist og keyrði til mín drukkin, svo ég keyrði hana
heim.

Þegar ég kom að hlaði heima hjá henni, og var að fylgja henni
heim, kom systir hennar drukkin, og verulega hrærð, og spurði
mína heittelskuðu hvað væri að henni, og skammaði mig fyrir að
skemma samband hennar við kallinn sinn !!

Já! Kallinn sinn, semsagt… ekki ég. Einhver annar.


Þá hafði hún tekið saman við gamla kærasta sinn yfir jólin,
tilkynnti öllum í fjölskildu sinni að þau væru tekin aftur saman!
Og við tvö værum ekki lengur par.

En síðan ákveðið í flýti að segja honum upp, og vildi fá mig
aftur í sitt líf eftir þennan tíma.

Þetta kom mér algerlega í opna skjöldu, og mér leið eins og ég
væri algerlega dofinn, ég fór inn til hennar þar sem hún sat
grátandi og bað mig um að fyrigefa sér, því hún elskaði engann
jafn mikið og mig. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera, ég hafði
alltaf ýmindað mér að í svona aðstöðu yrði bálreiður og myndi
örugglega gera eitthvað af mér.

En nei!! ég stóð dofinn með engin svipbrygði og fanst ég vera
algerlega varnarlaus, og fanst eins og það þyrfti ekki nema væga
golu til að fella mig. Engin orð, engin vopn, engar hefndir gátu
gefið mér ástina mína og traust til baka. Mér fanst ég vera
skítugur upp fyrir haus, og áður fallega lífsglaða stúlkan mín
vanhelguð, og ég gat ekki einusinni horft á hana, hvað þá snert.

Mánuðir liðu. Ég gat ekki talað við hana, þó ég hugsaði til
hennar á hverjum degi og harmaði liðna atburði. Ég gat ekki
lifað án hennar, en ég gat ekki horfst í augu við hana, og ég
sökkti mér í íþróttir af fullum krafti. Árangurinn var lítill,
en ég gat þó þannig öðru hverju leitt hugan að öðru en henni rétt
á meðan ég barðist við markmiðin.

Með því gerðust undursamlegir atburðir!!
Ég gat blokkað alla mína hryggð með því að íta líkama mínum út á
ystu nöf. Og fann mér þannig aftur fært að tala við hana aftur.
Ég þóttist fyrigefa liðna atburði, og sannfærði mig um að þeir
væru sjálfummér að kenna, við vorum svo hamingjusöm, og töluðum
aldrey um það sem gerst hafði.

Núna er ár síðan þetta gerðist sirka, og sama árstíma ber að garði.

NÚNA.. stend ég frammi fyrir vandamáli !! Ég er búinn að ná part
af mínum settu íþróttalegu mörkum, ég fór að slaka á æfingum,
og NÚNA.. hef ég aftur vaknað úr þeirri bælingu sem ég bjó mér
til af ásettu ráði og finn engin takmörk til að setja mér, til að
bæla þessa tilfinningu um vantraust, vanlíðan, öryggisleisi, og
sorg. Mér hryllir við að snerta hana, og mér líður illa án hennar.

það vill svo til, að kærastan fór út að skemmta sér um helgina,
og ég gersamlega umturnaðist úr bræði, og hræðslu um að ég sé að
glata henni aftur.

Tilfinningar mínar eru tómar………..



Endir.
SjÉ!