Ég veit ekki hvort þessi grein eigi heima á þessu áhugamáli, en ég fann ekkert annað áhugamál sem gæti tengst þessu.

Það vill svo til að fyrir stuttu þá kynntist ég stelpu. Við kynntumst aðeins betur og komumst að því að við erum svolítið hot fyrir hvoru öðru, sem væri ekki í frásögur færandi ef ekki væru nokkrir hlutir sem valda mér gífurlegum áhyggjum.

Nú veit ég ekki hvernig ég á að setja þetta fram. Alla sína ævi hefur stelpan lifað við gífurlegt einelti, bæði af fjölskyldu sinni og jafnöldrum. Allan grunnskóla var unnið markvisst að því að stimpla inn í hausinn á henni að hún væri ljót (sem hún er alls ekki!) Ég hef ekki heyrt sjónarmið fjölskyldu hennar í þessum efnum, en að hennar eigin sögn þá bæta móðir hennar og amma lítið úr skák, segja sjálf að hún sé ljót! Auk þess hefur amma hennar einnig heilaþvoð hana um að hún sé of feit (hún er 1,78 m á hæð og aðeins 50 kg!!!)

Sjálf er hún með lægsta sjálfsálit sem ég hef kynnst. Hún reynir reglulega að fremja sjálfsmorð og hálfpartinn sker sjálfa sig til gamans, báðir handleggir hennar eru þaktir sárum. Þrátt fyrir að vera topp námsmaður þá var hún rekin úr menntaskóla fyrir að skera sjálfa sig, þótti vera “vandræðaunglingur”. Auk þess voru aðrir skólar varaðir við að taka við henni. Kallið þið það góð viðbrögð hjá íslenska menntakerfinu? Fyrir helgi, nóttina áður en hún fór úr bænum heim til sín (hún býr úti á landi en ég bý í Reykjavík) þá skar hún sig og var flutt á sjúkrahús, nánast blóðlaus. Í lengstu lög neitaði hún að láta gefa sér blóð og ég held að það hafi ekki verið fyrr en hún sofnaði vegna blóðmissis sem hægt var að gefa henni. Í gærnótt skar hún sig svo aftur á púls heima hjá sér, og lék sér að því að fylla glas með blóðinu!

Ég hef svakalegar áhyggjur af henni, og alltaf þegar ég fæ ekki skilaboð frá henni í einhvern tíma eða næ ekki í hana í síma þá býst ég við hinu versta. Ekki einusinni núna veit ég hvort hún sé lífs eða liðin.

Getið þið veitt einhver ráð í þessum efnum?