Sum ykkar muna kannski eftir póst frá mér í haust, um vandræði einhleypingsins :) Líf mitt, sápuóperan, er alltaf jafn skrýtið. Hérna kemur vaðallinn: Ég ákvað fyrir 2 vikum síðan að fara bara að deita á fullu, mér leiðist allavegana ekki á meðan. Setti mér þá grunnreglu að ef ég finn ekkert að honum (geðsjúklingur, alkóhólisti, kjáni, falskur, flagari….) þá skal ég bara deita hann. Nú er ég komin í vandræði :o/ Ég er eiginlega búin að fara á of mörg deit, með of mörgum aðilum. Ég er orðin rugluð í hausnum og man ekki hver er hver og hvort ég ætlaði að hringja í einhvern og hef eiginlega ekki meiri áhuga á neinum einum heldur en öðrum. Og ég er svo hrædd um að særa einhvern (og þá sjálfa mig í leiðinni). Veit ekkert hvað ég á að gera, en ég kemst ekki yfir að vera að deita alla þessa yndislegu stráka í einu. Þeir eru allir alveg yndislegir…… Veit ekki hvað ég á að gera, ég hef aldrei lent í svona áður. Á ég bara að fá mér fílófax, skipuleggja mig og hætta þessu væli?? Buuuhuuhuuhuuu…! :o( Einhver ráð? Þið megið líka alveg tugta mig til og segja “svona gerir maður ekki”, ég skal reyna að taka það ekki of nærri mér :o) Kv. Lynx