Karlmenn eru skemmtilegur þjóðflokkur, nytsamlegur til margra hluta og oft afskaplega vel útlítandi… En það er ekki það sem ég ætlaði að tala um! Ég ætla að deila hérna svolitlu með ykkur og sjá hvort ég er sú eina sem á við þetta vandamál að stríða!

Karlmenn…
Hvað er með ykkur?
Ég á kærasta (sem ég elska, og ég vona að sé gagnkvæmt) sem er ofboðslega yndisegur! Hann er góður við mig og afskaplega skemmtilegur, það eina sem er að… er að hann er líka ofboðslega sjálfselskur!
Tja.. mér finnst þetta allavega jaðra við það!

Um daginn var ég á netinu og fór á MSNið, viti menn… er hann ekki signaður inn, svo hvað gerir maður? Maður byrjar auðvitað að spjalla… Svo 10 mín. og mörgum skilaboðum (frá mér) síðar, fæ ég þessa svakalegu skammarræðu, um að hann hafi verið í Counter-Strike og ég hafi verið að trufla hann! Hvernig átti ég að vita það?
Þetta skeður ansi oft!

Þar sem ég er KvK þarf ég oft að finna fyrir því að hann sé til staðar (þið hljótið að kannast við þetta) ég vil tala við hann! Við búum ekki á sama stað, og ég hringi þess vegna oft í hann, og það bregst ekki… alltaf finnst mér eins og ég sé að trufla, að ég sé ógeðslega uppáþrengjandi! En hvað á ég að gera, ekki hringir hann!

Þannig gengur þetta…
Svo virðist það alltaf vera þannig að honum sé alveg sama hvort ég sé að gera eitthvað, og að þetta sé svona “Ég geng fyrir, ef ég segi þér að hætta því sem þú ert að gera þá geriru það”! Hinsvegar ef hann er að gera eitthvað… segjum lesa, þá verður hann alveg BandSjóðandiSnælduVitlaus ef ég trufla hann…

Það eru mörg fleiri dæmi sem ég gæti tekið fyrir, en geri ekki því þetta er orðið nógu langt, en…

Stelpur er þetta svona hjá ykkur líka, eða er þetta bara ég…?