Ég veit nú ekki alveg hvort að þessi grein á heima hérna í þessum flokki en jæja..
Þannig standa málin að ég átti kærasta sem ég var búin að vera með í næstum eitt og halft ár! En svo var ýmislegt búið að ganga á og ég var eiginlega að því komin að gefast upp á honum, þá var þessi strákur sem ég var búin að vera að vinna með í allt sumar, strákur sem mér hefur fundist sætur í meira en 10 ár, hann segjir mér hvernig honum líður og sollis. Það var semsagt þannig að hann varð hrifnari og hrifnari af mér í hvert skipti sem hann hitti mig. Tveim vikum seinna hættum við kærasti minn saman! Og allt í lagi það leið ekki langur tími þangað til ég var með hinum stráknum semsagt þessum sem ég var að vinna með! og mér fannst hann algjört æði! og var með honum alveg þangað til hann þurfti að fara út! núna er hann búinn að vera úti í 4 mán, og allan þann tíma er ég búin að vera að hitta fyrrverandi öðru hvoru, samt alltaf bara á rúntin eða í video aldrei neitt meira en það! En svo hef ég alltaf átt svo erfitt með að ákveða hvor það er sem ég í rauninni vil vera með! þessi sem er úti er mikið fallegri og ég laðast mikið meira að honum. en fyrrverandi er svoo æðislegur strákur! hann er frábært og ég nýt þess að vera með honum! En ég sé mig alls ekki með honum í framtíðinni, það er meira þessi sem er úti sem ég sé mig með.. en núna þá er bara svo ömurlegt að vera alltaf ein í rúminu sínu!.. Hefur einhver lent í þessu? Eru einhver ráð?