sagt upp í síma... Jæja…. þá er það komið á hreint og ég get ekki gert neitt í þessu.

Kærastan mín sagði mér upp í síma á fimmtudaginn. Ég vill taka það fram að ég las einu sinni póst frá henni á Huga.is þar sem hún sagði að það væri mjög ómerkilegt og særandi að segja upp í gegnum síma. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að höndla þetta. Búinn að sofa lítið og get ekki borðað. Er einn þótt að ég sé í hópi…

Ástæðan var sú að þetta var búið að vera erfitt hjá okkur og hún er rosalega busy en það hitti alltaf eitthvað svooooo illa á mig, þegar ég þurfti að hitta hana til að láta mér líða betur þá var hún busy.
Kannski varð ég of fúll en ástæðan er að ég var/er orðinn hooked á þessari yndislegu manneskju sem ég elska. Önnur ástæðan var að hún væri meira fyrir að ganga vel í skóla en að eyða tíma í mig. Við að heyra þetta fór sjálfsálitið mitt niðrí ekki neitt og ég er ekki búinn að hugsa um annað en hve kvikindislegt og niðrandi það er að segja þetta við nokkurn mann.
Í byrjun símtalsins fékk ég að heyra að hún hafi hugsað þetta vel og lengi (heilar 24 klst). Ég hefði nú tekið mér lengri tíma en well….
Svo fékk ég að heyra að ég gæti talað við hana þegar ég vildi en hún svarar ekki smsum frá mér sem að er ekkert nýtt því alltaf þegar hún var í fýlu útí mig þá svaraði hún ekki smsum.

En af hverju er hún í fýlu??? Er þetta ekki það sem hún vildi??

Æ ég er bara rosalega heartbroke og varð að koma þessu frá mér….Datt ekki í hug að manneskja gæti umbreyst svona á nokkrum klukkustundum, manneskja sem ég vildi eyða ævinni með og búa með.
Manneskja sem fékk mig til að sjá hvernig virkilega gott fólk væri.
Draumastúlkan mín…

Þetta er ritað sem tilraun til að veita mér smá vellíðan því að það hjálpar að ræða málin en þegar að hinn aðilinn bara hundsar mann þá er þetta kannski alveg jafn gott.
Og svo þarf ég að fá matarlyst aftur annars dey ég líkamlega líka. ;)

Kvakkurinn
______________________________