hæ. Ég heiti LadyJ og ég er ekki ástfangin.
og það er líka langt síðan ég hef verið það, og man varla eftir hvernig tilfinningin var. Og svo já, er kannski líka spurning hvort ég hafi verið einhverntíman ástfangin, hvort það hafi ekki bara verið hrifning eða skot? Ég hef nefnilega ekki minnstu hugmynd um það. Ég hef jú verið í einhverjum samböndum en þegar ég svona hugsa til baka þá var það held ég engin alvöru ást sem var í þeim.. Frekar svona leiðinlegt þegar maður áttar sig á því.
Núna er ég búin að vera algjörlega á lausu síðan í maí minnir mig og ég er farin að verða pínu þreytt á því. Mig langar til að hafa einhvern nátengdan mér og geta deilt öllu með, tilfinningum, vessum og öðru eins. hehe. Auðvitað hefur maður átt sína “vini” en ég er bara orðin þreytt á því..
Hvernig sem ég lít í kringum mig þarna úti á markaðinum, sé ég aldrei neitt sem mér líst á, reyndar veit ég að maður þarf að líta lengra, sem sé kynnast manneskjunni betur til að geta orðið hrifin.. og ástfangin. En jæja.. ég gæti t.d. sagt ykkur frá einu þá doldið kaldhænislegu. Ég kynntist einum strák í gegnum vin minn sem var að djamma með okkur. Allavega, ég og þessi strákur verðum ágætis vinir, og hann er til að byrja með að reyna við mig. Ég svona var á báðum áttum, var aðeins að dútla í öðrum gaur þá, þannig ég vildi svo sem ekkert mikið með hann hafa. En við höldum vinskapnum og erum orðnir betri vinir heldur en fyrst, og þá fyrst er ég að sjá hans innri mann, sem er alveg yndislegur. Bara þessi gaur er svo ljúfur og góður strákur og sjaldan sem maður kynnist svona. En jæja. ég læt hann auðvitað vita af því að ég sé heit fyrir honum en þá finnst honum það óþægilegt því við erum það góðir vinir.
Jamm.. svona getur lífið leikið mann grátt… hehe.. eða eitthvað.
En jæja.. mig vanntar kærasta. einhver að gefa sig framm? ;Þ